Stjórn borgarinnar

Borgarstjórn fer með stjórn Reykjavíkurborgar samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga. Borgarstjórn er skipuð 23 borgarfulltrúum sem eru kjörnir í lýðræðislegum kosningum af íbúum Reykjavíkurborgar.

Borgarstjórinn í Reykjavík er framkvæmdastjóri borgarinnar og er ráðinn af borgarstjórn. Hann er æðsti yfirmaður starfsmanna Reykjavíkurborgar. Borgarstjórinn og borgarráð fara með framkvæmdastjórn borgarinnar og fjármálastjórn. 

Borgarstjóri

Borgarstjórinn í Reykjavík er æðsti yfirmaður starfsmanna Reykjavíkurborgar. Borgarstjóri er ráðinn af borgarstjórn.

Borgarstjórn

Borgarstjórn er æðsti ákvörðunaraðili Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn er skipuð 23 borgarfulltrúum og 23 varaborgarfulltrúum. Reglulegir fundir borgarstjórnar fara fram á fyrsta og þriðja þriðjudegi hvers mánaðar.

Borgarráð

Borgarráð fer, ásamt borgarstjóra, með framkvæmda- og fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Í borgarráði sitja sjö borgarfulltrúar og sjö til vara sem kosnir eru af borgarstjórn eitt ár í senn. Borgarstjórn kýs formann og varaformann úr hópi borgarfulltrúa.

Borgarfulltrúar

Fulltrúar í borgarstjórn kallast borgarfulltrúar og eru 23 talsins og jafnmargir til vara. Þeir eru kjörnir af kosningabærum íbúum Reykjavíkur. Kosið er til borgarstjórnar í almennum kosningum á fjögurra ára fresti. Ekki er hægt að kjósa aftur áður en kjörtímabil er liðið líkt og með Alþingi.