Fjölbýlishús

Aðrar reglur gilda um sorphirðu í fjölbýlishúsum heldur en í einbýlum. Það er vegna þess að breytingar á fjölda og tegundum tunna í fjölbýlishúsum hafa áhrif á þau gjöld sem íbúar greiða fyrir sorphirðu.
Fjöldi og tegundir tunna
Í fjölbýli þarf meirihluti eigenda að óska eftir öllum breytingum á sorphirðuílátum. Þau gjöld sem greidd eru fyrir sorphirðuna fara nefnilega eftir fjölda og tegundum tunna og því hafa slíkar breytingar áhrif á alla íbúa hússins.
Ef þú býrð í smærra fjölbýli þar sem er ekki starfandi hússtjórn dugar tölvupóstur íbúa um að þeir séu sammála um breytingarnar.
Athugið að hússtjórn þarf að óska eftir breytingum sem hafa áhrif á gjöld fyrir meðhöndlun úrgangs.
Hægt er að hafa samband í síma 411 1111 eða gegnum netfangið sorphirda@reykjavik.is
Öll bera ábyrgð!
Sorpgeymslur eru almennt í sameign fjöleignarhúsa og bera eigendur allir óskipta ábyrgð á sameigninni. Húsfélagið og eigendur bera ábyrgð á sameiginlegum kostnaði og því ábyrgð á kostnaði sem hlýst af rangt flokkuðum úrgangi.
Sannist að einn eigandi sé að valda húsfélaginu kostnaði með því að flokka ekki úrganginn getur húsfélagið endurkrafið hann um kostnaðinn samkvæmt almennum reglum kröfuréttar. Húsfélag getur einnig sett húsreglur sem ná til flokkunar á úrgangi. Sannist það að einn eigandi fari ítrekað ekki eftir reglunum þá getur húsfélagið lagt bann við búsetu eða dvöl hans í húsinu.
Nánari útlistun á réttindum og skyldum eiganda má nálgast í lögum um fjöleignarhús.
Skipting kostnaðar
Reykjavíkurborg ber samkvæmt lögum að innheimta gjald vegna söfnunar á heimilisúrgangi og rekstri grenndar- og endurvinnslustöðva og er fjárhæð gjaldsins skilgreint í gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Reykjavíkurborg sem innheimt eru með fasteignagjöldum. Gjöldum fyrir heimilissorp í fjöleignarhúsi er skipt eftir hlutfallstölu eigenda í viðkomandi sameign og er hlutfallstalan byggð á flatarmáli eignarhluta hvers eigenda.
Reykjavíkurborg getur ekki tekið upp af sjálfdáðum að haga innheimtu sorphirðugjalda með öðrum hætti að ósk íbúa. Í 46. gr. fjöleignarhúsalaga segir að húsfélög fjöleignarhúsa geti ákveðið aðra skiptingu sameiginlegs kostnaðar en hlutfallslegri skiptingu. Reykjavíkurborg hefur enga aðkomu að slíku samkomulagi og hefur slíkur samningur ekkert gildi gagnvart borginni, heldur er um einkaréttarlegan samning að ræða innan húsfélags.
Veggspjöld til útprentunar
Veggspjöld sem hægt er að sækja sem pdf og prenta út fyrir fjölbýlishús.
Fleiri spurningar?
Hafðu samband: upplysingar@reykjavik.is