Stjórnkerfi

Stjórnkerfi Reykjavíkurborgar skiptist í tvo hluta. Annars vegar ráð, nefndir og stjórnir sem skipaðar eru kjörnum fulltrúum (eða aðilum á þeirra vegum). Þeirra hlutverk er m.a. að móta stefnu og vinna að málum sem varða hagsmuni borgarinnar, og hafa eftirlit með stofnunum borgarinnar. Hins vegar er um að ræða svið, skrifstofur og fyrirtæki í eigu borgarinnar. Þar starfa embættismenn og annað starfsfólk borgarinnar sem framfylgir reglum og samþykktum borgarinnar.
Hvað viltu skoða næst?
- Ráð, nefndir og stjórnir Ráð, nefndir og stjórnir borgarinnar.
- Svið Fagsvið Reykjavíkurborgar.
- Skrifstofur Ráðhúss Hlutverk skrifstofa Ráðhúss.
- Fyrirtæki Fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar.
- Innri endurskoðun og ráðgjöf Innri endurskoðun.
- Stefnur Stefnur eftir málaflokkum og þvert á málefni.
- Samþykktir og reglur Samþykktir og reglur.
- Skipurit Reykjavíkurborgar.
Ráð, nefndir og stjórnir
Borgarstjórn kýs í margvísleg ráð, nefndir og stjórnir sem starfa í umboði borgarstjórnar. Í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar er tilgreint hvaða ráð, nefndir og stjórnir um ræðir en það er borgarstjórn sem kýs fulltrúa sína í þær.

Svið borgarinnar
Svið Reykjavíkurborgar bera heiti í samræmi við ráðin sem þau þjóna. Sviðsstjórar fara með stjórn sviðanna í umboði borgarstjóra en vinna jafnframt að ýmis konar undirbúningi stefnumörkunar með ráðunum.

Skrifstofur í Ráðhúsi
Í Ráðhúsinu er miðlæg stjórnsýsla borgarinnar staðsett en hún samanstendur af nokkrum skrifstofum með skilgreind hlutverk.

Fyrirtæki
Fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar.

Innri endurskoðun
Innri endurskoðun fer með fjármála- og stjórnsýslueftirlit hjá Reykjavíkurborg í umboði borgarráðs. Í því felst að leggja mat á og bæta virkni áhættustýringar, eftirlitsaðferða og stjórnarhátta hjá stofnunum og félögum í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar.

Stefnur
Stefnur Reykjavíkurborgar eftir málaflokkum og þvert á málefni.

Samþykktir og reglur
Langar þig til þess að kynna þér stefnur og samþykktir Reykjavíkurborgar betur?

Skipurit
Kynntu þér skipurit Reykjavíkurborgar...
