Stjórnkerfi

Safn Ásmundar Sveinssonar

Stjórnkerfi Reykjavíkurborgar skiptist í tvo hluta. Annars vegar ráð, nefndir og stjórnir sem skipaðar eru kjörnum fulltrúum (eða aðilum á þeirra vegum). Þeirra hlutverk er m.a. að móta stefnu og vinna að málum sem varða hagsmuni borgarinnar, og hafa eftirlit með stofnunum borgarinnar. Hins vegar er um að ræða svið, skrifstofur og fyrirtæki í eigu borgarinnar. Þar starfa embættismenn og annað starfsfólk borgarinnar sem framfylgir reglum og samþykktum borgarinnar.

 

Ráð, nefndir og stjórnir

Borgarstjórn kýs í margvísleg ráð, nefndir og stjórnir sem starfa í umboði borgarstjórnar. Í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar er tilgreint hvaða ráð, nefndir og stjórnir um ræðir en það er borgarstjórn sem kýs fulltrúa sína í þær.

Teikning af fólki tala saman og vinna við skrifborð.

Svið borgarinnar

Svið Reykjavíkurborgar bera heiti í samræmi við ráðin sem þau þjóna. Sviðsstjórar fara með stjórn sviðanna í umboði borgarstjóra en vinna jafnframt að ýmis konar undirbúningi stefnumörkunar með ráðunum.

Teikning af konu við skrifborð með fjölmörg verkefni í vinnslu.

Skrifstofur Ráðhúss

Í Ráðhúsinu er miðlæg stjórnsýsla borgarinnar staðsett en hún samanstendur af nokkrum skrifstofum með skilgreind hlutverk.

Teikning af ræðumanni í pontu.

Fyrirtæki

Upplýsingar um þau fyrirtæki sem Reykjavíkurborg á hlut í.

Teiknuð mynd af strætisvagni.

Innri endurskoðun og ráðgjöf

Verkefni Innri endurskoðunar og ráðgjafar Reykjavíkurborgar er ráðgjöf við borgarbúa, innri endurskoðun og persónuvernd. Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar tekur jafnframt við ábendingum um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi frá starfsmönnum og borgarbúum.

Teikning af köku með lógó Reykjavíkurborgar, kökusneið og servíettur.

Stefnur

Samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar. Með stefnu er átt við tímasett skjal þar sem sett er fram hugmyndafræði, framtíðarsýn og markmið sem fylgt er eftir með mælikvörðum og fjármögnuðum aðgerðum.

Teikning af tveimur mannsekjum að skrifa á post-it miða á vegg.

Samþykktir og reglur

Langar þig til þess að kynna þér stefnur og samþykktir Reykjavíkurborgar betur?

Teikning af eldri einstaklingi að lesa af blaði.

Skipurit

Skipurit Reykjavíkurborgar sýnir hvernig stjórnkerfi borgarinnar er uppbyggt.

Teikning af sex andlitum í skipuriti.