Flokkunarkerfið
Með lögum um hringrásarhagkerfi varð skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili. Með réttri flokkun er hægt að minnka sóun og endurnýta verðmæti í stað þess að þeim sé hent.
Fékkstu miða á tunnuna þína?
Ef ekki er hægt að losa tunnuna þína af einhverjum ástæðum, er skilinn eftir límmiði á tunnunni með skýringu á hvers vegna ekki var hægt að losa. Gæti verið um að ræða aðgengismál eða vandamál við tunnuna sem brýnt er að leysa svo hægt sé að losa tunnuna.
Fjórir flokkar
Flokka þarf heimilisúrgang í pappír og pappa, plastumbúðir, matarleifar og blandaðan úrgang.
Á öllum heimilum eiga að vera ílát fyrir þessa fjóra flokka.
Einnig þarf að passa að gler, málmar, rafhlöður og spilliefni, textíll og lyf rati ekki í blandaðan úrgang. Allar grenndarstöðvar taka við málmum og gleri og flestar við textíl.
Lyfjum og lyfjaumbúðum má skila í apótekum. Rafhlöðum má skila á endurvinnslustöðvum og bensínstöðvum.