Atvinna og mannauður

Teikning af þremur manneskjum sem standa hlið við hlið.

Reykjavíkurborg er bæði stærsta sveitarfélag og vinnustaður landsins. Hjá okkur starfa um 11.000 einstaklingar á um 375 starfsstöðum sem eru eins ólíkir og þeir eru margir. Markmið borgarinnar er að því að vera vinnustaður með aðdráttarafl fyrir hæfileikaríkt og metnaðarfullt fólk sem vinnur í þágu borgarbúa.

Hvernig er að vinna hjá Reykjavíkurborg?

Hjá Reykjavíkurborg starfa um 11.000 einstaklingar sem skiptast á átta kjarnasvið sem hver hafa sín einkenni og áherslur.

 

Atvinnutækifæri hjá borginni eru því bæði einstaklega fjölbreytt og spennandi.

 

Í stuttu máli sagt erum við með eitthvað fyrir alla, óháð menntun, bakgrunni og fyrri störfum.

Teikning af handabandi tveggja einstaklinga.

Mannauðsstefna

Reykjavíkurborg er einn vinnustaður í öllum sínum fjölbreytileika og hefur sett sér mannauðsstefnu til ársins 2025. Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar miðar að því að starfsemin einkennist af fagmennsku og framsækni.

 

Reykjavíkurborg ætlar að vera lifandi og skemmtilegur vinnustaður með sterkt aðdráttarafl fyrir hæfileikaríkt og metnaðarfullt fólk á öllum aldri sem vinnur í þágu borgarbúa.

Teikning af fólki að spjalla saman.

Afleysingastofa

Afleysingastofa býður upp á sveigjanlegan vinnutíma á fjölbreyttum starfsstöðum Reykjavíkurborgar.

 

Í dag leitar Afleysingastofa sérstaklega eftir starfsfólki á leikskóla en einnig er óskað eftir einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna í skóla- og frístundastarfi og velferðarþjónustu.

Teikning af konu að kasta hlutum eins og sirkúslistamaður.

Jafnlaunakerfi

Reykjavíkurborg hefur í gegnum árin lagt mikla áherslu á jafnrétti og innan borgarinnar hefur verið unnið markvisst að því að útrýma kynbundnum launamun.

 

Þess má sjá merki í ýmsum áætlunum, stefnum og aðgerðum á vegum borgarinnar.

Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Reykjavíkurborgar nær til alls starfsfólks borgarinnar.

 

Starfsfólk Reykjavíkurborgar skal njóta jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu og/eða jafnverðmæt störf.

 

Enginn óútskýrður kynbundinn launamunur skal vera til staðar.

Betri vinnutími

Bætt vinnustaðamenning og betri nýting vinnutíma er meðal helstu markmiða styttingar vinnutíma. Forsenda styttingar hjá dagvinnufólki er samtal um betri vinnutíma á hverjum starfsstað fyrir sig. Útfærslan tekur mið af starfsemi hvers staðar og getur því verið með ólíkum hætti milli starfsstaða.

Teikning af fjölskyldu í ofurhetjubúningum.

Hvað er starfsmat?

Starfsmat er greiningartæki sem notað er til þess að leggja með kerfisbundnum hætti mat á innihald starfa og kröfur til starfs. Með starfsmati skapast þannig hlutlæg viðmið til grunnröðunar á störfum. Forsendur launaákvarðana byggðar á  starfsmati eru skýrar, sýnilegar og aðgengilegar starfsfólki.

Teikning af stelpu að ganga með hund í taumi.

Hlunnindi starfsfólks

Það er almenn regla að þegar starfsfólk er ráðið til starfa hjá Reykjavíkurborg fer næsti yfirmaður yfir þau hlunnindi sem starfsfólki standa til boða.

 

Meðal hlunninda eru sundkort, menningarkort, samgöngusamningur og heilsuræktarstyrkur.

Teikninga af skokkara á hlaupabretti

Starfsvottorð

Starfsvottorð er staðfesting fyrri vinnuveitanda á þeim starfstíma og starfsheiti sem starfsmaður sinnti. Þau eru meðal annars notuð til að staðfesta reynslu og starfsaldur einstaklinga.

Starfsvottorð frá öðrum vinnuveitendum geta því haft áhrif á persónuálag starfsmanns sem getur orðið til hækkunar launa og haft áhrif á veikindarétt (vinna hjá sveitafélögum eða ríki).

Kjarasamningar og launatöflur