Húsnæði

""

Meginmarkmið Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum er að til verði fjölbreyttur og sveigjanlegur húsnæðismarkaður sem tryggir öllum þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði, hvort sem fólk þarfnast stuðnings með sín húsnæðismál eða ekki. 

Kraftmikil uppbygging með grænni hugsun

Reykjavík er að vaxa hraðar en áður talið í fjölda íbúða og á þessu vaxtarskeiði vex borgin inn á við. Með þéttingu byggðar nást loftslagsmarkmið og áherslur borgarinnar í umhverfismálum. Áhersla er lögð á lífsgæðahverfi og félagslega blöndun um alla borg þannig að við fáum sterkara samfélag til framtíðar.  Þessar áherslur eru hluti af Græna planinu.

Uppbygging íbúða er í þágu allra hópa samfélagsins, fyrir almennan markað, undir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, búseturétt, stúdenta, verkalýðshreyfinguna og eldri borgara. Sérstök áhersla er á að tryggja tekjulægri hópum öruggt þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði.  

Staða uppbyggingar íbúða í borginni

Þegar Græna planið var lagt fram í nóvember 2020 var ákveðið að taka stöðu á húsnæðishluta hennar ársfjórðungslega til þess að tryggja betri eftirfylgni mála.
 

Hér má sjá yfirlit yfir innleiðingu húsnæðisáætlunar Græna plansins 2021

""