Húsnæði
Meginmarkmið Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum er að til verði fjölbreyttur og sveigjanlegur húsnæðismarkaður sem tryggir öllum þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði, hvort sem fólk þarfnast stuðnings með sín húsnæðismál eða ekki.
Ársfjórðungslega eru gefnar út upplýsingar um framvindu húsnæðisáætlunar og stöðugt eru upplýsingar um hvar er verið að byggja og hvar er gert ráð fyrir að byggja upp húsnæði uppfærðar í kortasjá húsnæðisuppbyggingar.
Kortasjá uppbyggingar í Reykjavík
Allt um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni á einum stað í einfaldri kortasjá. Sjáin er uppfærð að lágmarki ársfjórðungslega, síðast þann 28. júní 2024.
Húsnæðisáætlun Reykjavíkur
Uppbygging íbúða er í þágu allra hópa samfélagsins, fyrir almennan markað, undir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur, búseturétt, stúdenta, verkalýðshreyfinguna og eldri borgara. Sérstök áhersla er á að tryggja tekjulægri hópum öruggt þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði.
Reykjavík vex hratt og á þessu vaxtarskeiði vex borgin inn á við. Með þéttingu byggðar nást loftslagsmarkmið. Áhersla er lögð á lífsgæðahverfi og félagslega blöndun um alla borg þannig að við fáum sterkara samfélag til framtíðar. Þessar áherslur eru hluti af Græna planinu.
Fréttir af uppbyggingu íbúðarhúsnæðis
- Aukið og fjölbreyttara framboð íbúða í Reykjavík
- Byggingarlóðir í Vesturbugt boðnar út á ný
- Húsnæðismál fatlaðs fólks til umræðu á velferðarkaffi
- Vegna umræðu um uppbyggingarreiti og samninga við olíufélög
- Fyrsta opinbera Svansvottaða húsið
- Íbúðir koma í stað steypustöðvar á Ártúnshöfða
- Áhugaverð lóð á uppbyggingarsvæði
- Nýr og glæsilegur íbúðakjarni í miðborginni
- Kynningarrit um uppbyggingu íbúða komið út
- Fjölgun íbúða í borginni
Upplýsingar um uppbyggingu íbúða
Reykjavíkurborg heldur úti öflugri upplýsingamiðlun um uppbyggingu íbúða með útgáfu kynningarrits, kynningarfundum og kortasjá:
- Kynningarrit 2023: Uppbygging íbúða í borginni:
- Kynningarrit 2022: Uppbygging íbúða í borginni
- Hvernig gengur að byggja íbúðir í Reykjavík - kynningarfundur 17. nóvember 2023
- Fyrri kynningarfundir um húsnæðismál
Viltu nánari upplýsingar eða ræða við okkur?
- sendu póst á athafnaborgin@reykjavik.is