Húsnæði

Teikning af byggingum, bíl, hjóli og hlaupahjóli.

Meginmarkmið Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum er að til verði fjölbreyttur og sveigjanlegur húsnæðismarkaður sem tryggir öllum þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði, hvort sem fólk þarfnast stuðnings með sín húsnæðismál eða ekki. 

Kortasjá húsnæðisuppbyggingar sýnir svo hvar verið er að byggja og framtíðaráform. 

Uppbygging húsnæðis í Reykjavík

Hvar eru nýjar íbúðir í byggingu og hvaða svæði eru næst í uppbyggingu? Skoðaðu kortasjána hér fyrir neðan til að sjá helstu uppbyggingarsvæði eftir borgarhlutum og tegund verkefna.

Húsnæðisáætlun Reykjavíkur

Það er stefna Reykjavíkurborgar að allir borgarbúar hafi öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem fólk þarfnast stuðnings með húsnæðismál sín eða ekki. 

Megináherslur húsnæðisáætlunar eru að til sé húsnæði fyrir alla, fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða, öflug og sjálfbær hverfi og  góð landnýting og þétting meðfram þróunarásum. 

Teikning af húsum og persónu á hjóli

Húsnæði fyrir alla

Áhersla í húsnæðisáætlun: 

Húsnæðisframboð verði í samræmi við þarfir hverju sinni og aukið framboð verði af smærri íbúðum á næstu árum, burtséð frá eignarformi.

Fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða

Áhersla í húsnæðisáætlun:

Fjölgun leiguíbúða og búseturéttaríbúða í eigu húsnæðissamvinnufélaga, félagasamtaka og/eða einkaaðila, einkum á miðlægum svæðum sem auðvelt er að þjóna með almenningssamgöngum.

 

Öflug og sjálfbær hverfi

Áhersla í húsnæðisáætlun:

Visthæfar og sjálfbærar hönnunarlausnir verði ávallt leiðarljósi við mótun nýrrar íbúðarbyggðar. 

Uppbygging húsnæðis sem hentar lægri tekjuhópum verði einkum á svæðum sem auðvelt er að þjóna með góðum almenningssamgöngum og/eða í grennd við stóra atvinnukjarna og fjölbreytta þjónustu.


 

Góð landnýting og þétting meðfram þróunarásum

Áhersla í húsnæðisáætlun: 

Land og innviðir borgarinnar verði nýttir sem best og að stofnkostnaður innviða fyrir uppbyggingarsvæði verði greiddur með fjármunum sem fást af uppbyggingunni.

Húsnæðisátak í grónum hverfum

Markmiðið með húsnæðisátaki í grónum hverfum borgarinnar er að vinna hratt og vel við að deiliskipuleggja og úthluta byggingarhæfum íbúðalóðum til að mæta þörf á húsnæðismarkaði. Lögð er áhersla á að uppbyggingin taki mið af anda og aðstæðum á hverjum stað.

 

 

Upplýsingar um uppbyggingu íbúða

Hér finnur þú yfirlit yfir útgefið efni um uppbyggingu íbúða.

Kynningarrit um uppbyggingu íbúða í borginni