Húsnæði

Teikning af byggingum, bíl, hjóli og hlaupahjóli.

Meginmarkmið Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum er að til verði fjölbreyttur og sveigjanlegur húsnæðismarkaður sem tryggir öllum þak yfir höfuðið á viðráðanlegu verði, hvort sem fólk þarfnast stuðnings með sín húsnæðismál eða ekki. 

Ársfjórðungslega eru gefnar út upplýsingar um framvindu húsnæðisáætlunar og stöðugt eru upplýsingar um hvar er verið að byggja og hvar er gert ráð fyrir að byggja upp húsnæði uppfærðar í kortasjá húsnæðisuppbyggingar.

Kortasjá uppbyggingar í Reykjavík

Allt um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni á einum stað í einfaldri kortasjá. Sjáin er uppfærð að lágmarki ársfjórðungslega, síðast þann 28. júní 2024.

Húsnæðisátak

Markmiðið með húsnæðisátaki í grónum hverfum borgarinnar er að vinna hratt og vel við að deiliskipuleggja og úthluta byggingarhæfum íbúðalóðum til að mæta þörf á húsnæðismarkaði. Lögð er áhersla á að uppbyggingin taki mið af anda og aðstæðum á hverjum stað.

Húsnæðisáætlun Reykjavíkur

Það er stefna Reykjavíkurborgar að allir borgarbúar hafi öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem fólk þarfnast stuðnings með húsnæðismál sín eða ekki. Húsnæðisstefna Reykjavíkurborgar nær þannig utan um húsnæðisþarfir allra borgarbúa, óháð eignarformi, stærð og gæðum húsnæðis.

Teikning af húsum og persónu á hjóli

Upplýsingar um uppbyggingu íbúða

Reykjavíkurborg heldur úti öflugri upplýsingamiðlun um uppbyggingu íbúða með útgáfu kynningarrits, kynningarfundum og kortasjá:
 

Hvernig gengur að byggja íbúðir í Reykjavík - kynningarfundur 17. nóvember 2023  

- Fyrri kynningarfundir um húsnæðismál             
 

Viltu nánari upplýsingar eða ræða við okkur?

- sendu póst á athafnaborgin@reykjavik.is 

Teikning af tveim húsum.