Blá tunna fyrir pappír

Blá tunna er ætluð undir pappír og pappa. Pappírinn og pappinn á að fara laus í tunnurnar en ekki í plastpoka. Hreinsa þarf matarleifar af pappírsefnunum áður þau eru sett í tunnuna.

Hvað kostar blá tunna?

Hvað má fara í bláa tunnu?

Pappír til endurvinnslu

Bylgjupappi

  • Pizzakassar
  • Pappakassar

Fernur

  • Drykkjarfernur og aðrar fernur
  • Fernur með plasttöppum mega fara með

Skrifstofupappír

  • Ljósritunarpappír
  • Umslög
  • Heftir og bréfaklemmur mega fara með

Sléttur pappi

  • Morgunkornskassar
  • Kexkassar
  • Umbúðapappi
  • Eggjabakkar

Dagblöð og tímarit

  • Auglýsingapóstur
  • Dreifiefni úr pappír
  • Bækur og kiljur

Hvað má EKKI fara í bláa tunnu?

  • Aukarusl
  • Plastpokar
  • Matarleifar

Góð flokkun er forsenda endurvinnslu

Pappírinn og pappinn á að fara laus í tunnurnar en ekki í plastpoka. Hreinsa þarf matarleifar af pappírsefnunum áður þau eru sett í tunnuna. Athugið að endurvinnslugildi pappírsins rýrnar verulega ef aðrir úrgangsflokkar eru í bland við pappírsefnin. Tunnan nýtist betur ef rúmmál pappírsins er minnkað eins og mögulegt er.

Hvað verður um pappírinn?

Pappír er auðlind sem hægt er að nýta til ýmissa hluta ef hann er flokkaður og skilað til endurvinnslu. Endurvinnslan hefur umhverfislegan ávinning og er hagkvæmari en ef hann er settur í gráar tunnur og urðaður í Álfsnesi. Þess vegna er bláa tunnan ódýrari en sú gráa. 

Pappírsefni sem skilað er til endurvinnslu er flokkað vélrænt í SORPU, þar er bylgjupappi aðskilinn frá sléttum pappa og pappír. Efnið er pressað og baggað og flutt til Svíþjóðar til frekari flokkunar og endurvinnslu. Úr endurunnum pappír og pappa er t.d. framleiddur salernispappír, eldhúspappír, dagblaðapappír og karton sem notað er til að útbúa nýjar umbúðir. Úr endurunnum bylgjupappa er framleiddur nýr bylgjupappi. 

Spurt og svarað

Hvað má setja í bláa tunnu?

Í bláu tunnuna má setja fimm flokka af pappír og pappa. Þeir eru:

  • Bylgjupappi, s.s. pítsukassar, skókassar og aðrir pappakassar. Bylgjupappi þekkist af því að þegar hann er rifin sést á sárinu að hann er tvöfaldur með bylgjulaga pappa í miðjunni.
  • Dagblöð, tímarit og auglýsingapóstur. Allt sem kemur inn um bréfalúguna. Einnig bækur. Límrönd og plastgluggar mega fara með umslögunum, þarf ekki að rífa af.
  • Fernur, eins og undan mjólk, ávaxtasafa og rjóma. Plasttappi, sem oft er settur í fernur til að auðvelda notkun þeirra og verja innihaldið, má vera á fernum. Ál- og plastfilmur innan í fernum draga ekki úr endurvinnsluhæfni þeirra.
  • Skrifstofupappír. Bæði litaður og hvítur ljósritunar- og prentarapappír.
  • Umbúðapappír og pappi s.s. morgunkornskassar, eggjabakkar og kexpakkar. Gjafapappír má einnig fara í bláu tunnuna.

Endurvinnslugildi pappírsefnanna ræðst af hreinleika þeirra. Mikilvægt er að hreinsa allar matarleifar af umbúðum og skítugan eldhúspappír og servíettur skal setja í gráu tunnuna eða flokka til jarðgerðar. Einnota bleiur eiga að fara í gráu tunnuna með blandaða úrganginum.

Efni sem sett er í bláu tunnuna skal setja laust í tunnuna. Ekki má setja efnið í plastpoka.

Góð flokkun er forsenda endurvinnslu.

Þarf ég að panta bláa tunnu?

Íbúar sem kjósa að láta sækja til sín pappír og pappa þurfa að panta bláu tunnuna.

Í Reykjavík velja íbúar þá leið sem þeim hentar við að koma frá sér endurvinnsluefnum sem þeir flokka frá. Sumum hentar betur að skila flokkuðum endurvinnsluefnum á grenndar- eða endurvinnslustöðvar, því þær eru í nágrenninu eða í leiðinni, en að vera með viðbótartunnu við heimili.

Hvað kostar blá tunna?

Upplýsingar um verð á blárri tunnu er að finna í gjaldskrá sorphirðu.

Gjöldin eru innheimt með fasteignagjöldunum og í Reykjavík taka þau mið af fjölda tunna, stærð íláta, hirðutíðni, fjarlægð sem þarf að fara til að losa ílátið og tegund úrgangs, og taka breytingum frá og með þeirri viku sem óskað er breytinga á tunnum.

Hvað er blá tunna tæmd oft í mánuði?

Blá tunna er tæmd að jafnaði á 21 dags fresti.

Í sorphirðudagatalinu getur þú séð hvenær sorpið þitt verður sótt. Athugaðu að dagatalið er sett upp eftir hverfum borgarinnar.

Af hverju er pappír ekki rusl?

Flokkun pappírs og skil til endurvinnslu hefur bæði umhverfislegan ávinning og er hagkvæmari en ef hann er settur í gráu tunnuna og urðaður í Álfsnesi. Pappír er auðlind sem hægt er að nýta til ýmissa hluta ef hann er flokkaður frá og skilað til endurvinnslu.

Pappír sem skilað er til endurvinnslu er flokkaður vélrænt í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi til að aðskilja bylgjupappa frá sléttum pappa og pappír. Efnið er pressað og baggað og síðan flutt til Svíþjóðar til frekari flokkunar og endurvinnslu. Úr endurunnum pappír og pappa eru t.d. framleiddur salernispappír, eldhúspappír, dagblaðapappír og karton sem notað er til að útbúa nýjar umbúðir. Úr endurunnum bylgjupappa er framleiddur nýr bylgjupappi.

Hvernig er fyrirkomulagi pappírssöfnunar við heimili háttað?

Íbúar þurfa að óska eftir blárri tunnu undir pappír og pappa við heimili sitt. Bláa tunnan er keyrð út endurgjaldslaust.

Tunnan er hirt á þriggja vikna eða 21 dags fresti að jafnaði. Athugið að hirða fer oftast fram í tvískiptum bílum og tveir úrgangsflokkar því hirtir í einu.

Á heimilum þar sem lítið fellur til af blönduðum úrgangi, t.d. vegna flokkunnar, geta íbúar í einbýli óskað eftir spartunnu sem er ódýrari og helmingi minni. Íbúar í fjölbýlum geta endurskoðað fjölda grárra tunna og fækkað þeim ef tilefni er til og greitt þannig lægri sorphirðugjöld.

Reykjavíkurborg hefur farið þá leið að bjóða íbúum að velja það þjónustustig sem hentar þeim og að greiða fyrir þjónustuna í takt við það. Þannig geta íbúar valið hvort þeir vilja nýta sér þjónustu grenndar- eða endurvinnslustöðva eða hvort þeir kjósa að endurvinnanlegur úrgangur sé sóttur á heimili þeirra.

Efst á síðunni er hægt að nálgast dagatal fyrir hirðu úrgangs við heimili í Reykjavík.

Hvað verður um pappírinn?

Pappír er auðlind sem hægt er að nýta til ýmissa hluta ef hann er flokkaður frá og skilað til endurvinnslu. Flokkun pappírs og pappa og skil til endurvinnslu hefur bæði umhverfislegan ávinning og er hagkvæmari en ef hann er settur í gráar tunnur og urðaður í Álfsnesi. Þess vegna er bláa tunnan ódýrari en sú gráa.  

Pappírsefni sem skilað er til endurvinnslu er flokkaður vélrænt í móttöku- og flokkunarstöð SORPU bs. í Gufunesi til að aðskilja bylgjupappa frá sléttum pappa og pappír. Efnið er pressað og baggað og síðan flutt til Svíþjóðar til frekari flokkunar og endurvinnslu. Úr endurunnum pappír og pappa eru t.d. framleiddur salernispappír, eldhúspappír, dagblaðapappír og karton sem notað er til að útbúa nýjar umbúðir. Úr endurunnum bylgjupappa er framleiddur nýr bylgjupappi. 

Hvað gerist ef rangt er flokkað í bláa tunnu?

Úrgangur sem ekki á heima í bláu tunnunni getur eyðilagt endurvinnsluefni sem eru nú þegar í sorpbílnum. Áður en hægt er að losa tunnuna þarft þú að fjarlægja rangt flokkaða úrganginn. Tunnan verður svo losuð á næsta losunardegi, eftir rúmar þrjár vikur. Ef það þarf að losa tunnuna fyrir þann tíma þá getur þú:

  1. Haft samband við Reykjavíkurborg og óskað eftir aukalosun sem greitt er fyrir samkvæmt gjaldskrá.

     
  2. Farið með pappírinn úr tunnunni á næstu grenndar- eða endurvinnslustöð.

Hvað get ég gert við pappírinn?

Hægt er að losa sig við pappír og pappa á eftirfarandi stöðum:

  1. Bláa tunnu borgarinnar

    Hana þarf að panta og geta íbúar að jafnaði byrjað að flokka í hana um leið og hún hefur verið afhent.

     
  2. Endurvinnslustöð

    Slíkar stöðvar eru sex á höfuðborgarsvæðinu en þar er jafnframt hægt að skila mörgum öðrum flokkum endurvinnsluefna.

    Sjá kort og upplýsingar um endurvinnslustöðvar

     
  3. Grenndarstöð

    Slíkar stöðvar eru 57 innan Reykjavíkur og þar er auk pappírs og pappa hægt að skila plasti og í einhverjum tilfellum skilagjaldskildum umbúðum og fötum.

    Sjá kort yfir grenndarstöðvar