Leikskólar

""

Í Reykjavík eru um 80 leikskólar, bæði borgarreknir og sjálfstætt starfandi, þar sem rúmlega sex þúsund börn dvelja. Sérútbúnar ungbarnadeildir eru í mörgum skólum. 

Leikskólinn er fyrsta skólastigið og þar læra börnin á skapandi hátt allt milli himins og jarðar og ekki síst að vinna saman.

Þú getur sótt um þann leikskóla sem hentar þér og þínu barni best. Það þarf ekki endilega að vera leikskóli sem er næstur heimili ykkar.

Að byrja í leikskóla

Hver leikskóli er sérstakur. Sumir leggja áherslu á samskipti, lestur eða ritmál, aðrir á stærðfræði, náttúru og umhverfismál. Mikilvægt er að foreldrar taki með nærveru sinni þátt í aðlögun barnsins í leikskólanum. 

Innritun í leikskóla

Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns. Börn eru skráð á biðlista við eins árs aldur og raðast á listann eftir aldri. Miðað er við að börn sem orðin eru 18 mánaða 1. september fái boð um vistun um leikskóladvöl sama haust.

 

Leikskólar borgarinnar eru almennt opnir frá 7:30–16:30 og getur barnið verið í skólanum í 4–9 klukkustundir á dag.

 

Sex leikskólar eru opnir til kl. 17:00, einn í hverju hverfi. Það eru leikskólarnir Hagaborg í Vesturbæ, Ævintýraborg við Nauthólsveg, Langholt í Laugardal, Bakkaborg í Breiðholti, Klettaborg í Grafarvogi og Heiðarborg í Árbæ. 

Menntastefna Reykjavíkur - látum draumana rætast

Leikskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá leikskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Þar er lögð áhersla á að hvetja barnið til uppgötvunar og leiks og gera það að virkum þátttakanda í lýðræðissamfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs. 

Í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag. Menntastefnan byggir á fimm grundvallarþáttum: félagsfærni, sjálfseflingu, læsi, sköpun og heilbrigði.

 

Ungbarnadeildir í leikskólum

Í nokkrum leikskólum borgarinnar eru ungbarnadeildir sem sérhæfa sig í menntun barna á öðru ári. Þeir eru með betri aðstæður fyrir umönnun yngstu leikskólabarnanna, s.s. hita í gólfum, betri skiptiaðstöðu og afmarkað leiksvæði.

""

Gjöld og niðurgreiðslur

Reykjavíkurborg niðurgreiðir gjöld fyrir leikskóladvöl. Þú greiðir í hlutfalli við þann tíma sem barnið þitt dvelur á leikskólanum daglega sem og hluta kostnaðar við máltíðir. Námsmönnum, einstæðum foreldrum, öryrkjum og starfsfólki leikskóla Reykjavíkurborgar er veittur afsláttur af leikskólagjaldi.

""

Stuðningur í leikskóla

Börn geta fengið sérstakan stuðning eða sérkennslu í leikskólum að undangengnu mati sérfræðinga eða greiningaraðila. Meginmarkmið sérkennslu er að tryggja jöfn réttindi barna í leikskólastarfinu, óháð líkamlegu og andlegu atgervi.

 

Forgangur í leikskóla

Sækja má um forgang að leikskóla fyrir barn ef sérstakar aðstæður mæla með því.

Viltu vinna í leikskóla?

Viltu vera fyrirmynd og skapa góðar minningar? Komdu að vinna í einum af leikskólum Reykjavíkurborgar og taktu þátt í að móta framtíð komandi kynslóða og láta drauma rætast! Viltu ekki vera með?