Innritun í leikskóla

Þú sækir um leikskólavist í almennum leikskólum borgarinnar rafrænt. Ef þú ætlar að sækja um sjálfstætt starfandi leikskóla fyrir barnið þitt gerir þú það hjá skólanum sjálfum. Athugið að skilyrði fyrir leikskóladvöl barns er að lögheimili þess og föst búseta sé í Reykjavík og að foreldrar séu ekki í vanskilum við skóla- og frístundasvið.
Þú sækir líka um breytingu á dvalartíma rafrænt.
Hvenær er hægt að sækja um leikskóla?
Börn eru skráð á biðlista við eins árs aldur og raðast á listann eftir aldri. Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns.
Breyting á dvalartíma
Stundum breytast aðstæður – þess vegna getur þú sótt um breytingu á dvalartíma barnsins þíns.
Þú sækir um breytingu á dvalartíma rafrænt.
Tillit vegna umsóknar í leikskóla með lengri opnunartíma
Fimm leikskólar í borginni eru opnir til kl. 17.00, einn í hverju hverfi. Þetta eru leikskólarnir Hagaborg í Vesturbæ, Langholt í Laugardal, Bakkaborg í Breiðholti, Klettaborg í Grafarvogi og Heiðarborg í Árbæ. Hægt er að senda beðni um að tekið sé tillit til aðstæðna vegna umsóknar í leikskóla með opnunartíma til kl. 17:00.
Flutningur á milli leikskóla
Sótt er um flutning milli leikskóla borgarinnar rafrænt. Hafðu í huga að það þarf að sækja um flutning fyrir lok febrúar því flestum leikskólaplássum fyrir haustið er úthlutað í marsmánuði.
Þarftu aðstoð við að sækja um?
Komdu við í einhverri af þjónustumiðstöðvum borgarinnar eða í þjónustuveri Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12-14.
Fleiri spurningar? innritun.leikskolar@reykjavik.is