Spurt og svarað um leikskóla
Hér finnur þú algengar spurningar og svör um leikskóla.
Listi spurninga
Þú getur sótt um í öllum leikskólum borgarinnar rafrænt, bæði í borgarrekna leikskóla og sjálfstætt starfandi.
Þú getur sótt um í leikskóla um leið og barnið fæðist. Hversu snemma þú sækir um hefur ekki áhrif á hversu fljótt barnið fær pláss.
Börn eru skráð á biðlista í þeim skólum sem sótt er um þegar þau verða 6 mánaða. Plássum er svo úthlutað eftir kennitöluröð. Miðað er við að þau börn sem eru orðin 18 mánaða 1. september ár hvert fái boð í leikskóla það sama haust. Plássum er úthlutað fyrir haustið í mars/apríl, umsóknir sem berast eftir þann tíma eru afgreiddar síðar.
Eftir að sótt er um færð þú sendan staðfestingarpóst um að umsókn sé móttekin. Þegar pláss býðst færð þú annan póst með boði um vistun. Í millitíðinni eru ekki sendar tilkynningar um stöðu mála en þú getur skoðað hana inni á Völu. Tekið er inn í leikskóla allan ársins hring, en flestum plássum er úthlutað á vorin.
Innritað er í leikskóla allt árið eftir því sem pláss losna í leikskólum. Flestum plássum er úthlutað á tímabilinu mars-maí. Þá er yfirleitt orðið nokkuð ljóst hversu mörg pláss losna um haustið vegna flutninga á milli leikskóla og útskrifta elstu barna sem eru að byrja í grunnskóla. Þegar plássi er úthlutað færðu tölvupóst þar sem þú getur samþykkt eða hafnað plássinu.
Reynt er að miða við það að börn sem eru orðin 18 mánaða 1. september ár hvert fái boð um leikskóladvöl það sama haust. Börn með samþykktan forgang mega byrja í leikskóla við 12 mánaða aldur.
Í sumum sjálfstætt starfandi leikskólum geta börn byrjað fyrr. Upplýsingar um það er að finna á heimasíðum þeirra.
Leikskólagjöld eru greidd samkvæmt gjaldskrá. Þú greiðir í hlutfalli við þann tíma sem barnið þitt dvelur í leikskólanum sem og hluta kostnaðar við máltíðir. Gjöldin eru innheimt fyrirfram með kröfu í netbanka. Gjalddagi leikskólagjalda er 1. hvers mánaðar og eindagi 30 dögum síðar.
Upplýsingar um gjaldskrá sjálfstætt starfandi leikskóla má finna á heimasíðum þeirra.
Já, þú gætir átt rétt á afslætti fyrir barnið þitt ef:
- Báðir foreldrar (giftir eða í sambúð) eru í fullu námi.
- Þú ert einstætt foreldri.
- Þú ert öryrki eða á endurhæfingarlífeyri TR.
- Þú vinnur í leikskóla á vegum Reykjavíkur í meira en 50% starfshlutfalli.
- Þú átt tvö eða fleiri börn í leikskóla í borginni. Þennan afslátt þarf ekki að sækja um því hann reiknast sjálfkrafa.
- Barnið þitt getur ekki mætt í leikskólann vegna langvarandi veikinda.
Umsókn um afslátt af leikskólagjaldi fer fram í gegnum Völu þegar barn er byrjað í leikskóla. Athugið að til að geta sótt um þarf umsækjandi að vera með sama lögheimili og barnið. Afslátturinn á einnig við um sjálfstætt starfandi leikskóla og dagforeldra.
Í leikskólum borgarinnar fá börnin daglega morgunverð, hádegisverð og hressingu. Áhersla er lögð á hollan mat sem uppfyllir hollustuviðmið Landlæknisembættisins.
- Börn sem eru orðin 5 ára þegar sótt er um.
- Fötluð börn og börn með skilgreind þroskafrávik. Vottorð frá viðurkenndum greiningaraðila þarf að fylgja umsókn.
- Börn foreldra undir lögaldri (18 ára).
- Börn einstæðra foreldra með þrjú eða fleiri börn á framfæri þar sem elsta barnið er ekki eldra en 9 ára.
- Þríburar.
- Börn starfsfólks í leikskólum Reykjavíkurborgar. Staðfesting frá leikskólastjóra þarf að fylgja.
- Börn sem búa við alvarlegar aðstæður. Undir það falla:
a) Barnaverndarmál. Vottorð frá félagsmálayfirvöldum þarf fylgja umsókn.
b) Alvarleg veikindi, alvarleg fötlun eða alvarlegir félagslegir erfiðleikar hjá fjölskyldumeðlimum barnsins. Vottorð frá lækni eða öðrum opinberum aðilum þarf að fylgja umsókn.
Ef flutningar til Reykjavíkur eru á dagskránni er hægt að sækja um leikskólapláss í leikskólum borgarinnar. Barnið getur svo hafið leikskólagöngu þegar því hefur verið úthlutað plássi og lögheimili þess hefur verið flutt til Reykjavíkur.
Hægt er að sjá lista yfir alla leikskóla í borginni og flokka þá eftir hverfum. Þannig sérðu hvaða leikskólar eru í þínu hverfi.
Nei, það er hægt að sækja um leikskóla í hvaða hverfi sem er.
Þegar barn hefur hafið vistun þá er hægt að sækja um flutning í annan leikskóla í gegnum Völu. Hafðu í huga að til að eiga möguleika á að skipta um leikskóla um haustið þarf að sækja um flutning fyrir lok febrúar.
Um leið og barn byrjar í sjálfstætt starfandi leikskóla dettur það af biðlista hjá borginni. Ef þú vilt halda áfram að vera á biðlista hjá borginni þarft þú að sækja um flutning.
Það sama á við ef barn byrjar í borgarreknum leikskóla, þá dettur það út af biðlista hjá sjálfstætt starfandi leikskóla.
Þú getur séð lista yfir leikskóla með ungbarnadeildir á vef Reykjavíkurborgar.
Flestir leikskólar borgarinnar eru opnir frá 8:00–16:30. Fimm leikskólar eru opnir til kl. 17.00, einn í hverju hverfi. Þetta eru leikskólarnir Hagaborg í Vesturbæ, Langholt í Laugardal, Bakkaborg í Breiðholti, Klettaborg í Grafarvogi og Heiðarborg í Árbæ. Hægt er sækja sérstaklega um að tekið sé tillit til aðstæðna vegna umsóknar í leikskóla með opnunartíma til kl. 17:00.
Áður en leikskóladvöl barns hefst gera viðkomandi leikskóli og foreldrar/forsjáraðilar með sér dvalarsamning. Með undirritun sinni staðfesta foreldrar/forsjáraðilar að þeir hafi kynnt sér gjaldskrá skóla- og frístundasviðs og reglur um leikskólaþjónustu og skuldbinda sig til þess að fylgja þeim eins og þær eru á hverjum tíma.
Börn sem dvelja í leikskólum borgarinnar taka að lágmarki tuttugu virka daga í sumarleyfi. Gjöld falla niður þann tíma.
Leikskólar eru lokaðir sex daga á ári vegna skipulagsdaga. Þrír þeirra skulu vera á sama tíma og starfsdagar starfsfólks eða frídagar nemenda í grunnskólum en hinir þrír geta verið ýmist hálfir dagar eða heilir. Leikskólagjöld lækka ekki vegna þessa.
Leikskólagjöld eru felld niður vegna virkra daga milli jóla og nýárs, daga sem vetrarfrí er í grunnskólum og dymbilviku vegna barna sem ekki sækja leikskóla á þeim tíma. Þessir dagar eru skráningardagar og þarf að skrá börn sérstaklega innan skráningarfrests. Það er gert með því að senda inn skráningu í gegnum Mínar síður.
Á skráningardögum er vistun valkvæð og leikskólagjöld felld niður fyrir þá daga sem barnið er í fríi. Ef óskað er eftir vistun fyrir barn á þessum dögum þarf að skrá það sérstaklega og greiða fyrir þá daga. Almenna reglan er sú að skráningardagar fylgi frídögum grunnskóla borgarinnar í kringum páska, vetrarfrí og jól.
Tímabil skráningardaga:
Í október – á sama tíma og vetrarfrí grunnskóla
Í desember – á milli jóla og nýárs
Í febrúar – á sama tíma og vetrarfrí grunnskóla
Í mars/apríl – í dymbilviku / dagana í vikunni fyrir páska
Fyrstu dagar barns í leikskóla kallast aðlögun. Það er mismunandi eftir leikskólum hvernig henni er háttað, en foreldrar gegna alla jafna lykilhlutverki í aðlögun barnsins.
Í aðlögun gefst barni, foreldrum og starfsfólki tími til þess að kynnast. Frá fyrsta degi er lögð áhersla á að byggja upp góð tengsl á milli leikskólans og fjölskyldu barnsins. Foreldrar fá frekari upplýsingar um aðlögun þegar barni hefur verið boðið pláss á leikskóla.
Hver leikskóli er sérstakur. Sumir leggja áherslu á samskipti, lestur eða ritmál, aðrir á stærðfræði, náttúru og umhverfismál. Leikskólarnir eru misstórir og fjöldi barna og deilda á leikskólum ólíkur. Hægt er að kynna sér starfsemi leikskóla borgarinnar á vefnum áður en sótt er um.
Börn geta fengið sérstakan stuðning eða sérkennslu í leikskólum eftir mat frá sérfræðingi eða greiningaraðila. Meginmarkmið sérkennslu er að tryggja jöfn réttindi barna í leikskólastarfinu, óháð líkamlegri og andlegri getu.