Brúum bilið

Aðgerðaráætlunin Brúum bilið sem borgarstjórn samþykkti í nóvember 2018 miðar að því að fjölga leikskólaplássum svo bjóða megi foreldrum leikskólavist þegar fæðingarorlofi lýkur og barn þeirra er 12 mánaða.
Áætlunin nær til ársloka 2025 og felst fyrst og fremst í byggingu nýrra leikskóla en einnig í viðbyggingum við eldri leikskóla, nýjum leikskóladeildum og fjölgun barna í sjálfstætt starfandi leikskólum.
Verklok
Næstu áætluðu verklok:
Ævintýraborg við Nauthólsveg - júní 2022 - 100 ný pláss
Múlaborg - júlí 2022 - 60 ný pláss
Brákarborg Klöpp - ágúst 2022 - 120 ný pláss
Ævintýraborg Vogabyggð - september 2022 - 100 ný pláss
Leikskóli við Safamýri - febrúar 2023 - 80 ný pláss
Tíu nýir leikskólar
Tíu nýir leikskólar munu taka til starfa fram til ársins 2025 auk fjögurra Ævintýraborga.
Stækkun leikskóla
Brúum bilið felur í sér stækkun á sjö leikskólum með viðbyggingum og nýjum leikskóladeildum.


Nítján nýjar leikskóladeildir
Sjö nýjar leikskóladeildir og tólf sérútbúnar ungbarnadeildir munu taka til starfa fyrir árslok 2025.
Myndir








Hvað breytist?
Alls felur áætlunin í sér opnun 10 nýrra leikskóla á tímabilinu 2018-2025, 7 viðbygginga við 6 starfandi skóla og 7-8 nýrra leikskóladeilda í við starfandi leikskóla í borginni. Brúum bilið nær m.a. til svokallaðra Ævintýraborga sem verða á fjórum stöðum í borginni og rúma munu 340 börn, sem og þriggja leikskólarúta. Þá mun leikskólarýmum á sjálfstætt starfandi leikskólum fjölga töluvert. Alls mun leikskólaplássum í borginni fjölga um 2.000 á árunum 2019 til 2025 samkvæmt þessari áætlun.