Flutningur milli leikskóla

Sótt er um flutning á milli leikskóla borgarinnar í gegnum Völu. Hafðu í huga að til að eiga möguleika á að skipta um leikskóla um haustið þarf að sækja um flutning fyrir lok febrúar.

Ertu að flytja á milli hverfa innan Reykjavíkur?

Ef barnið þitt þarf að skipta um leikskóla innan Reykjavíkur sækir þú um flutning í gegnum Völu.

Ertu að flytja til Reykjavíkur?

Ef flutningar til Reykjavíkur eru á dagskránni er hægt að sækja um leikskólapláss í leikskólum borgarinnar. Barnið getur svo hafið leikskólagöngu þegar því hefur verið úthlutað plássi og lögheimili þess hefur verið flutt til Reykjavíkur.

Flestum leikskólaplássum er úthlutað á vorin. Ef þú getur ekki flutt lögheimili fyrir þann tíma er hægt að hafa samband við okkur og láta vita hvenær flutningar eru fyrirhugaðir. Við getum aðstoðað þig í gegnum netfangið innritun.leikskolar@reykjavik.is.

Ef þú ert námsmaður í lánshæfu námi er hægt að óska eftir undanþágu frá skilyrði um lögheimili í Reykjavík. Til þess þarf þú að framvísa skólavottorði og staðfestingu frá heimasveitarfélagi um greiðslu leikskólagjalda.

Ertu að flytja frá Reykjavík? 

Ef barn er á biðlista eftir leikskólaplássi í öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu má það vera áfram í sínum leikskóla í allt að 12 mánuði ef það fær ekki boð um vistun á nýja staðnum.

Ef barnið er á lokaári í leikskóla eða er fatlað og sú þjónusta sem það þarf á að halda er ekki í boði í nýja sveitarfélaginu er möguleiki á sveigjanlegri tímamörkum. Barnið þarf þá ekki að vera á biðlista eftir nýjum leikskóla.

Til að sækja um þessa undanþágu þarf að fylla út eyðublað og senda á sfs@reykjavik.is.

Staða á biðlista ef barn fær pláss í sjálfstætt starfandi leikskóla

Um leið og barn byrjar í sjálfstætt starfandi leikskóla dettur það af biðlista hjá borginni. Ef þú vilt halda áfram að vera á biðlista hjá borginni þarft þú að sækja um flutning.
 

Getum við aðstoðað?

Þarftu frekari aðstoð eða fannstu ekki það sem þú varst að leita að? Þjónustuver borgarinnar getur aðstoðað þig í síma 411 1111, á netspjalli og í gegnum netfangið innritun.leikskolar@reykjavik.is.