Flutningur milli leikskóla

Sótt er um flutning milli leikskóla borgarinnar í gegnum vala.is. Flutningur fer fram á tímabilinu júní – september. Hafðu í huga að það þarf að sækja um flutning fyrir lok febrúar.
Flutningar innan Reykjavíkur?
Ef barnið þitt er skráð á almennan leikskóla og þarf að skipta um leikskóla innan Reykjavíkur sækir þú um flutning í gegnum vala.is.
Ef barnið þitt er skráð í sjálfstætt starfandi leikskóla þarf að sækja um flutning hjá leikskólastjóra þess leikskóla. Athugaðu að við undirritun dvalarsamnings hjá sjálfstætt starfandi leikskóla fellur barnið út af biðlista í almenna leikskóla.
Flutningar til Reykjavíkur?
Athugaðu að ef flutningar til Reykjavíkur eru á dagskránni er hægt að sækja um leikskólapláss - en barn getur ekki hafið leikskólagöngu fyrr en lögheimili þess hefur verið flutt til Reykjavíkur. Leikskólaplássum er venjulega úthlutað í mars – maí á hverju ári. Ef þú getur ekki flutt lögheimili fyrir þann tíma getur þú haft samband við innritunarfulltrúa og látið vita hvenær flutningar eru fyrirhugaðir.
Ef þú ert námsmaður í lánshæfu námi þarft þú að framvísa skólavottorði og staðfestingu frá heimasveitarfélagi um greiðslu leikskólagjalda ef þú ætlar að óska eftir undanþágu frá skilyrði um lögheimili í Reykjavík.
Flutningar frá Reykjavík?
Ef barn er á biðlista eftir leikskólaplássi í öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu má það dvelja áfram í sínum leikskóla í allt að 6 mánuði með möguleika á framlengingu í 12 mánuði hafi það ekki fengið boð um vistun. Það þarf þó að vera samþykkt af því sveitarfélagi sem flutt er úr.
Ef að barnið er á lokaári í leikskóla eða er fatlað og sú þjónusta sem það þarf á að halda er ekki til staðar í nýja sveitarfélaginu er möguleiki á sveigjanlegri tímamörkum og barnið þarf þá ekki að vera á biðlista eftir nýjum leikskóla. Samþykki sveitarfélags sem flutt er úr þarf þó að vera til staðar. Ef þú þarft að sækja um slíka undanþágu sendu þá umsókn á sfs@reykjavik.is.
Fleiri spurningar?
Hafðu samband við
innritun.leikskolar@reykjavik.is