Blómlegt athafnalíf og tækifæri í Reykjavík
Þú ert á réttum stað ef þú leitar að tækifærum sem tengjast blómlegu athafnalífi í borginni. Hér er að finna upplýsingar um byggingarrétt á lóðum og auglýsingar um sölu eða leigu eigna borgarinnar - og einnig þegar við leitum eftir húsnæði fyrir starfsemi borgarinnar. Við birtum hér einnig auglýsingar vegna margvíslegra áhugaverðra verkefna sem Reykjavíkurborg stendur fyrir og snúa að uppbyggingu í borginni.
Sala byggingaréttar
Auglýsingar um sölu byggingarréttar á lóðum í Reykjavík birtast í "Auglýsingar í gildi" hér að ofan. Til að fá nánari upplýsingar um sölu byggingarréttar og lóðir sem verða í boði hafðu þá samband við lodir@reykjavik.is.
Hvar er verið að byggja?
Nánari upplýsingar hvar verið er að byggja nýjar íbúðir og hver eru næstu uppbyggingarsvæðin getur þú séð í kortasjá uppbyggingar íbúða.
Lóðarleigusamningar
Reykjavíkurborg gerir lóðarleigusamning um lóðir í hennar eigu við lóðarhafa, sem eru þinglýstir eigendur fasteigna á viðkomandi lóð.
Sala og leiga eigna
Reykjavíkurborg býður til sölu eða leigu eignir - eða leitar eftir eignum til kaups eða leigu. Eignaskrifstofa heldur utan um leigu og sölu eigna Reykjavíkurborgar. Auglýsingar þess efnis birtast í "Auglýsingar í gildi" hér að ofan. Einnig má skoða eldri auglýsingar sem eru eðli málsins samkvæmt útrunnar.
Samstarf og hugmyndaleit
Athafnaborgin Reykjavík er stöðugt að skoða tækifæri tengd borgarþróun. Það getur verið leit að góðum hugmyndum, ósk um samstarf eða hvaðeina annað sem gerir Reykjavík að betri borg. Auglýsingar þess efnis birtast í "Auglýsingar í gildi" hér að ofan. Einnig má skoða eldri auglýsingar sem eru eðli málsins samkvæmt útrunnar.
Tengdar fréttir
- Íbúðir og atvinnulíf í Vesturbugt
- Hraðhleðslustöð við fjölfarna leið
- Leitað að húsnæði fyrir leikskóla
- Leitað að nýju húsnæði fyrir Konukot
- Aukið og fjölbreyttara framboð íbúða í Reykjavík
- Byggingarlóðir í Vesturbugt boðnar út á ný
- Öll þjónusta byggingarfulltrúa Reykjavíkur orðin stafræn
- Borgin selur bílastæði í kjallara Hörpu
- Toppstöðin í Elliðaárdal sett í söluferli
- Tveggja þrepa söluferli fyrir Perluna samþykkt
- Uppbygging hótela í takt við fjölgun ferðamanna
- Leitað eftir húsnæði fyrir almenningsmarkað
- Fjögur stór athafnasvæði í þróun
- Samið um parísarhjól á Miðbakka í sumar
- Athafnaborgin – kynning á uppbyggingu innviða og atvinnulífs
- Hver vill starfrækja parísarhjól í Reykjavík?
- Nýr staður fyrir almenningsmarkað
- Ísold boðið til viðræðna um lóð á Krókhálsi
- Lausar atvinnulóðir á Esjumelum
Nánari upplýsingar
Hvar eru tækifærin í Reykjavík?
Skráðu þig á póstlista til að fá fréttir frá okkur.
Þú getur einnig sent okkur póst á netfangið athafnaborgin@reykjavik.is