Borgarfulltrúar
Fulltrúar í Borgarstjórn Reykjavíkur eru 23 talsins og eru kosnir til fjögurra ára í senn. Þá eru einnig kosnir 23 varaborgarfulltrúar. Núverandi borgarfulltrúar voru kosnir í borgarstjórn í sveitarstjórnarkosningum sem haldnar voru þann 14. maí árið 2022.
Hlutverk borgarfulltrúa
Borgarfulltrúarnir 23 eiga allir sæti í borgarstjórn, sem er æðsta ákvörðunarvald í stjórn Reykjavíkurborgar. Þá eru borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar kosnir í ýmis ráð og nefndir á vegum borgarinnar, svo sem borgarráð, fagráð, íbúaráð, stjórnir fyrirtækja og samtaka á vegum Reykjavíkurborgar.
Borgarfulltrúar
- Aðalsteinn Haukur Sverrisson
- Alexandra Briem
- Andrea Helgadóttir
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Björn Gíslason
- Dagur B. Eggertsson
- Dóra Björt Guðjónsdóttir
- Einar Þorsteinsson
- Friðjón R. Friðjónsson
- Heiða Björg Hilmisdóttir
- Hildur Björnsdóttir
- Hjálmar Sveinsson
- Kjartan Magnússon
- Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
- Líf Magneudóttir
- Magnea Gná Jóhannsdóttir
- Magnús Davíð Norðdahl
- Marta Guðjónsdóttir
- Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
- Sabine Leskopf
- Sanna Magdalena Mörtudóttir
- Skúli Helgason
- Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Varaborgarfulltrúar
- Ásta Björg Björgvinsdóttir
- Ásta Þ. Skjalddal Guðjónsdóttir
- Birkir Ingibjartsson
- Birna Hafstein
- Egill Þór Jónsson
- Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir
- Ellen Jacqueline Calmon
- Gísli S. Brynjólfsson
- Guðný Maja Riba
- Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir
- Helga Margrét Marzellíusardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Áss Grétarsson
- Kristinn Jón Ólafsson
- Oktavía Hrund Jóns
- Pawel Bartoszek
- Ragna Sigurðardóttir
- Róbert Aron Magnússon
- Sandra Hlíf Ocares
- Sara Björg Sigurðardóttir
- Stefán Pálsson
- Unnur Þöll Benediktsdóttir
- Þorkell Sigurlaugsson
- Þorvaldur Daníelsson
Borgarfulltrúar í leyfi
Stjórnmálaflokkar í borgarstjórn
Átta stjórnmálaflokkar eiga fulltrúa í borgarstjórn.
- Flokkur fólksins
- Framsókn
- Píratar
- Samfylkingin
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Sósíalistaflokkur Íslands
- Viðreisn
- Vinstri græn
Réttindi og skyldur borgarfulltrúa
Borgarfulltrúa ber skylda til að taka þátt í öllum borgarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli. Til lögmætra forfalla teljast veikindi, brýnar, ófyrirséðar og óviðráðanlegar aðstæður og önnur brýnni skyldustörf. Hverjum borgarfulltrúa er skylt að inna af hendi störf sem borgarstjórn felur honum og varða verkefni Reykjavíkurborgar. Borgarfulltrúar skulu gæta trúnaðar um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.
Borgarfulltrúar eru sjálfstæðir í störfum sínum. Þeir eru einungis bundnir af lögum og eigin sannfæringu um afstöðu til einstakra mála.
Borgarfulltrúi á rétt á að tekið verði á dagskrá borgarstjórnarfundar hvert það málefni sem sérstaklega varðar hagsmuni Reykjavíkurborgar eða verkefni hennar. Mál sem ekki er tilgreint í boðaðri dagskrá borgarstjórnarfundar verður þó ekki tekið til afgreiðslu á viðkomandi fundi án samþykkis ⅔ hluta fundarmanna. Borgarfulltrúar hafa málfrelsi á fundum borgarstjórnar, en það er nánar útskýrt í fundarsköpum borgarstjórnar. Þeir hafa tillögurétt og atkvæðisrétt á fundum borgarstjórnar.
Siðareglur borgarfulltrúa
Borgarfulltrúum fer að fara eftir þeim siðareglum sem borgarstjórn hefur sett sér. Núverandi siðareglur voru samþykktar í borgarstjórn þann 18. júní 2019:
- Við vinnum fyrir fólkið í borginni og pössum upp á Reykjavík sem heimili komandi kynslóða.
- Við erum heiðarleg, ábyrg, og sýnum gott fordæmi í okkar störfum.
- Við kynnum okkur málin og mætum undirbúin til starfa.
- Við segjum satt en gætum trúnaðar þegar trúnaður þarf að ríkja.
- Við veitum almenningi og fjölmiðlum nauðsynlegar upplýsingar.
- Við hugum að því að það sé gott að vinna hjá Reykjavíkurborg.
- Við förum vel með fjármuni borgarinnar og eignir hennar.
- Við virðum margbreytileikann og vinnum gegn hvers kyns fordómum.
- Við sýnum kurteisi, tillitsemi og virðum einkalíf annarra.
- Við biðjumst afsökunar á mistökum og hlýðum á afsökunarbeiðnir.
- Við erum meðvituð um að við höfum ólíkar skoðanir.
Hagsmunaskráning
Borgarstjórn samþykkti nýjar reglur um skráningu fjárhagslegra hagsmuna borgarfulltrúa og trúnaðarstörf utan borgarstjórnar 3. mars 2020. Skráning samkvæmt nýjum reglum er valkvæð og er skráning þeirra sem það kjósa birt 1. október 2020.
Kosningar til borgarstjórnar
Á fjögurra ára fresti er kosið til sveitarstjórna á Íslandi. Nýkjörin borgarstjórn tekur við störfum 15 dögum eftir kjördag og jafnskjótt lætur fráfarandi borgarstjórn af völdum. Á fyrsta fundi borgarstjórnar er kosið í ráð og nefndir. Núverandi kjörtímabil rennur út í maí árið 2026.
Laun og kostnaðargreiðslur borgarfulltrúa
Um laun kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg fer samkvæmt ákvæðum samþykktar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa.