Um Sabine

Sabine Leskopf fæddist þann 6. febrúar 1969 í Þýskalandi þar sem hún ólst upp. Árið 2000 flutti hún til Íslands en áður átti hún einnig heima í Skotlandi og Rússlandi. Hún er gift Gauta Kristmannssyni, prófessor við Háskóla Íslands, og saman eiga þau 3 börn, sem nú eru í háskóla, menntaskóla og grunnskóla.

Starfsferill

Sabine hefur fengist við fjölbreytt störf. Í Þýskalandi vann hún sem háskólakennari en á Íslandi vann hún fyrst í viðskiptaþróunardeild hjá Össuri hf., seinna sem verkefnisstjóri í Alþjóðahúsi og framkvæmdastjóri hjá AUS Alþjóðleg ungmennaskiptum en lengst af sem þýðandi og túlkur og stundakennari við HÍ.

Menntun

2012 Löggilding sem skjalaþýðandi

2004-5 Háskóli Íslands. Íslenska sem annað mál

1996-1998 Johannes-Gutenberg Háskóli, Mainz (Þýskaland). Framhaldsnám: Kennsla í þýsku sem erlent tungumál

1988-1994 Diplom-Anglistin (sbr. BA+MA) í Ensku, rússnesku og viðskiptafræði. Justus Liebig Háskóli, Giessen (Þýskaland), University of Edinburgh (Skotland) og Háskólinn í Kazan (Tatarstan)

1988 Stúdentspróf. Ulrich von Hutten Menntaskóli, Schlüchtern (Þýskaland)

Almenn félagsstörf

Formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Ráðgjafi stjórnar RKÍ við stefnumótun í málefnum innflytjenda

Fulltrúi Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi í ýmsum ráðum og starfshópum

Stjórnarmaður Rannsóknarstofu í Fjölmenningarfræðum (Menntavísindasvið Háskóla Íslands)

Varastjórnarmaður í Kvennaathvarfinu

Þátttaka í starfi Dýrahjálpar Íslands

Stjórnarmaður í Foreldrafélagi Skólahljómsveitar Austurbæjar

Pólitískur ferill

2018- Borgarfulltrúi

2014-2018 Varaborgarfulltrúi

2014-2018 Fulltrúi í skóla- og frístundaráði

2014-2018 Fulltrúi í mannréttindaráði

2016-2018 Formaður heilbrigðisnefndar

2017-2018 Varamaður í innkauparáði