Stefán Pálsson
Um Stefán
Fæddur í Reykjavík 8. apríl 1975, sonur Páls Stefánssonar heilbrigðisfulltrúa og Ingibjargar Haraldsdóttur framhaldsskólakennara. Ólst upp í Vesturbænum og stundaði nám í Melaskóla og Hagaskóla.
Kvæntur Steinunni Þóru Árnadóttur þingkonu og eiga þau tvo syni.
Nám og störf
Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1995. Sagnfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1998. MSc-gráða í Science & Technology Studies frá Edinborgarháskóla árið 2001.
Forstöðumaður Minjasafns Rafmagnsveitu Reykjavíkur, síðar Orkuveitu Reykjavíkur frá 1998 til 2010. Sjálfstætt starfandi sagnfræðingur frá 2010. Hefur ritað nokkrar bækur um sagnfræðileg málefni. Stundakennsla við Háskóla Íslands. Ýmis störf við fjölmiðla, s.s. pistlaskrif og við stjórnun spurningaleikja.
Hefur átt sæti í skólastjórn Menntaskólans í Reykjavík, verið varafulltrúi í skólanefnd HÍ og situr sem varamaður í stjórn Gjafar Jóns Sigurðssonar.
Félagsstörf
Hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Knattspyrnufélagið Fram, þar á meðal setið í aðalstjórn. Fulltrúi í miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga sleitulítið frá 1999 og formaður þeirra um alllangt skeið.