Um Kjartan

Kjartan fæddist 5. desember 1967. Hann býr á Hávallagötu 42. Hann er fæddur og uppalinn í Reykjavík, sonur Magnúsar Þórðarsonar framkvæmdastjóra og Áslaugar Ragnars rithöfundar.

Starfsferill

1999-2018 Borgarfulltrúi, auk blaðamennsku og ráðgjafarstarfa.
2000-2004 Stjórnarformaður IntelScan örbylgjutækni.
1991-1999 Blaðamaður á Morgunblaðinu.

Menntun

1990-1993 Stundaði nám í sagnfræði við Háskóla Íslands.
1988 Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík.

Pólitískur ferill

2001-2003 Í stjórn Alþjóðahússins ehf.
1998-2002 Í samstarfsnefnd um löggæslumálefni í Reykjavík.
1998-2002 Í stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur.
1996-1998 Í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
1995-1998 Í húsnæðisnefnd Reykjavíkur.
1994-2002 Í jafnréttisnefnd Reykjavíkur.
1994-2000 Í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur.
1994-1999 Varaborgarfulltrúi í Reykjavík.
1991-1993 Í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
1989-1993 Í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, gjaldkeri 1989-1991,  formaður 1991-1993.