Björn Gíslason
Um Björn
Nám og störf
Hóf nám í húsgagnasmíði 1974 hjá Emil Hjartarsyni í Trésmiðjunni Meið. Fékk meistararéttindi 1982.
Hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur árið 1981 og varð þar varðstjóri og síðar sviðsstjóri. Hjá slökkviliðinu sótti Björn margvísleg námskeið og sinnti fjölbreyttum störfum, meðal annars við kennslu, forvarnir og stjórnun á sviði almannavarna.
Var framkvæmdastjóri SHS fasteigna ehf. frá 2001. SHS fasteignir eru dótturfélag Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS). Félagið stóð meðal annars að byggingu Björgunarmiðstöðvarinnar Skógarhlíðar þar sem allir lykilaðilar í björgunarstörfum á Íslandi starfa.
Félags- og trúnaðarstörf
2001-(nú) Sæti í stjórn Íþróttafélagsins Fylkis
Átti sæti í stjórn Sjúkraflutningaskólans og í skólaráði Brunamálaskólans
1994-1998 Í sjúkraflutningaráði landlæknis
1994-1997 Formaður Landssambands sjúkraflutningamanna
1987-1989 Í stjórn Landssambands slökkviliðsmanna
Í stjórn Brunavarðafélags Reykjavíkur í sex ár, lengst af sem varaformaður
Stjórnmálastörf
1997-(nú) Formaður Félags sjálfstæðismanna í Árbæ, Selási, Ártúns- og Norðlingaholti
1997-(nú) Í stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
Kosinn varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 2006
Sat í kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar 2003