Hjálmar Sveinsson
Um Hjálmar
Ég er með BA frá Háskóla Íslands og magistergráðu í heimspeki, bókmenntum og þýskum fræðum frá Freie Universität í Berlin. Ég starfað lengi við fjölmiðla, þar af 12 ár sem dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið. Þar var ég umsjónarmaður þáttarins Krossgötur og einn af umsjónarmönnum Spegilsins. Ég hef skrifað og gefið út nokkrar bækur. Stofnaði árið 2000 fræðibókaritröðina ATVIK, ásamt vinum mínum Geir Svanssyni og Irmu Erlingsdóttur, og bókaútgáfuna OMDÚRMAN árið 2007.
Ég er útivistarmaður og stunda langhlaup. Ég elska að hjóla um Reykjavík og allar borgir sem ég kem til.
Ég er giftur Ósk Vilhjálmsdóttur. Börnin okkar heita Borghildur, Hulda Ragnhildur og Vilhjálmur Yngvi.
Síðan vorið 2010 hef ég starfað í borgarstjórn.
Menntun
BA-próf í heimspeki og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands
MA-próf í heimspeki, þýskum fræðum og bókmenntum frá Freie Universität Berlin