Fjárhagslegir hagsmunir borgarfulltrúa

Borgarstjórn samþykkti nýjar reglur um skráningu fjárhagslegra hagsmuna borgarfulltrúa og trúnaðarstörf utan borgarstjórnar 3. mars 2020. Skráning samkvæmt nýjum reglum er valkvæð og er skráning þeirra sem það kjósa birt 1. október 2020. Á sama tíma verður hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa samkvæmt fyrri reglum fjarlægð af vef Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni eru aðgengilegar hjá hverjum fulltrúa fyrir sig.