Magnea Gná Jóhannsdóttir

Um Magneu Gná

Magnea Gná Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík 3. apríl 1997 en ólst upp í Bolungarvík. Hún lauk alþjóðlegu stúdentsprófi frá United World College RCN í Noregi árið 2017. Það sama ár flutti Magnea til Taílands þar sem hún vann sem starfsnemi að þróun alþjóðlega skólans United Word College Thailand. Árið 2021 lauk Magnea B.A. námi við lagadeild Háskóla Íslands og stundar nú meistaranám við sömu deild. Hún er dóttir Jóhanns Hannibalssonar sem var lengi bóndi á Hanhóli í Bolungarvík en starfar nú sem snjóflóðaathugunarmaður og við kennslu og Guðrún Stellu Gissurardóttur sem er forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum.

Starfsferill

Magnea Gná er formaður Ung Framsókn í Reykjavík og fyrrum kynningarstjóri Sambands ungra Framsóknarmanna. Áður en Magnea tók sæti í borgarstjórn stundaði hún nám við lagadeild Háskóla Íslands og gegndi þar embætti alþjóðaritara Orators, félags laganema við Háskóla Íslands. Hún hefur verið virk í félagsstörfum, var meðal annars í jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Íslands og í stúdentaráði United World College Red Cross Nordic.

Magnea hefur í gegnum árin sinnt margskonar störfum, meðal annars rekið sjóminja- og náttúrugripasafn, starfað við leiðsögn, aðstoðarkennslu, sem frístundaleiðbeinandi í félagsmiðstöðinni Þróttheimum, hjá persónuvernd Kópavogs, Náttúrustofu Vestfjarða og hjá lögfræði gagnasafni og bókaútgáfu.

Menntun

2021 B.A. próf í lögfræði
2017 Alþjóðlegt stúdentspróf

Nefndarstörf

Velferðarráð
Formaður fjölmenningarráðs
Fyrsti varaforseti borgarstjórnar
Formaður áfrýjunarnefndar velferðarmála

Nefndarstörf utan Reykjavíkur

Stjórn Menntaskólans við Hamrahlíð
Ráð United World College Red Cross Nordic

Viðtalstími 

Viðtalstími er eftir samkomulagi, hafið samband í gegnum netfangið magnea.gna.johannsdottir@reykjavik.is.