Sanna Magdalena Mörtudóttir
Um Sönnu
Með bakgrunn í mannfræði hef ég mikinn áhuga á fjölbreytileika mannlífsins og að skoða hlutina heildstætt og í félagslegu- og menningarlegu samhengi. Slíkt hefur nýst mér í fræðilegri umfjöllun jafnt sem við hversdagslegar kringumstæður.
Starfsreynsla
2017-2018 Háskóli Íslands. Aðstoðarmaður prófessors. Heimildaöflun, heimildaskrásetning og aðstoð við rannsókn
Haust 2017 Háskóli Íslands. Aðstoðarkennari námskeiðsins hnattvæðing: menning, kyn og þverþjóðleg tengsl. Umsjón með ýmsum praktískum málum og aðhald utan um umræður fjarnema og skilaverkefni fjar- og staðnema
Vor 2017 Háskóli Íslands. Aðstoðarkennari námskeiðsins fjölmenning og fólksflutningar. Umsjón með ýmsum praktískum málum og aðhald utan um umræður fjarnema og skilaverkefni fjar- og staðnema
Haust 2016 Háskóli Íslands. Aðstoðarkennari námskeiðsins hnattvæðing: menning, kyn og þverþjóðleg tengsl. Umsjón með ýmsum praktískum málum og aðhald utan um umræður fjarnema
2015-2017 Háskóli Íslands. Aðstoðarmaður prófessors. Tilfallandi verkefni á tímabilinu við heimildaöflun og heimildaskrásetningu
2014-2016 Atlantic Apartments & Rooms. Sumarstarf. Vaktstjóri í gestamóttöku
2012-2013 NAM veitingastaður. Vaktstjóri
2009-2014 Serrano veitingastaður. Vaktstjóri
Menntun
2015-2018 Háskóli Íslands. MA gráða í mannfræði með áherslu á margbreytileika
2012-2015 Háskóli Íslands. BA gráða í mannfræði
2008-2011 Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Stúdentspróf af félagsfræðibraut, lokið á sjö önnum með viðurkenningu fyrir góðan námsárangur
2003-2008 Fellaskóli. Grunnskólapróf. Viðurkenning fyrir hæstu einkunn í samfélagsfræði
2000-2003 Háteigsskóli
1996-1999 New Life Christian Center School, Croydon, Englandi
Ýmis verkefni
2010-2011 Samstarfsverkefni Comenius. Menningarsamstarfsverkefni. Nemendaskipti við önnur þátttökulönd
2008-2011 Aðstoð við fjölfatlaða einstaklinga. Aðstoðin fór fram við Fjölbrautaskólinn við Ármúla yfir fjögurra anna tímabil
2008-2010 EEA Grants Menningarsamstarfsverkefni. Framhaldsskólaverkefni; Cultural bridges over borders. - EEA (NILI- 019)
Viðtalstímar
Fulltrúar Sósíalistaflokksins bjóða upp á viðtöl í Tjarnargötu 12 alla mánudaga milli kl. 13 og 14:30. Vinsamlegast hafið samband til að panta tíma í gegnum netfangið sanna@reykjavik.is.