Loftslagsmál | Reykjavíkurborg

Loftslagsmál

 
Í Reykjavík er öll orka sem nýtt er til rafmagnsnotkunar og upphitunar bygginga upprunnin frá endurnýjanlegum auðlindum, þ.e. jarðhita og vatnsorku en samkv. leiðbeiningum Loftslagssáttmála sveitarfélaga á ekki að telja til losun gróðurhúsalofttegunda í þeim geira.
  • ""
 
Með staðfestingu loftslags- og loftgæðastefnu Reykjavíkur í september 2009 setti borgin sér sín fyrstu heildarmarkmiðin í losun gróðurhúsaloftegunda fyrst sveitarfélaga á Íslandi. Í júní 2016 var stefnan endurskoðuð og sett fram aðgerðaráætlun til að ná fram kolefnishlutleysi Reykjavíkurborgar árið 2040.  Aðgerðaráætlunin nær til ársins 2020 og verður endurskoðuð á um 5 ára fresti. Aðgerðirnar skiptast í þrennt, samfélagslegar aðgerðir, aðgerðir til aðlögunar að loftslagsbreytingum og loks aðgerðir í rekstri Reykjavíkurborgar. 
 

Alþjóðlegar skuldbindingar

Reykjavíkurborg hefur verið þátttakandi í loftslagssátmála sveitarfélaga (Covenant of Mayors) síðan 2011. Aðilum að loftslagssáttmála sveitarfélaga var boðin þátttaka í samstarfi um aðlögun að loftslagsmálum árið 2014 og ákvað Reykjavíkurborg að taka einnig þátt í því verkefni. Reykjavík er einnig þátttakandi í Compact of Mayors. 

http://climateaction.unfccc.int/city/reykjavik/iceland

http://www.compactofmayors.org

Reykjavíkurborg er einnig í samstarfi við norrænar höfuðborgir um sameiginlega yfirlýsingu í loftslagsmálum. 

 

Loftslagstölfræði

 
 

Loftslagsmál og atvinnulíf

Reykjavíkuryfirlýsing

Reykjavíkurborg og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, hafa efnt til samstarfs um að ná mælanlegum árangri í loftlagsmálum með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og myndun úrgangs.

http://reykjavik.is/loftslagsmal-reykjavikuryfirlysing

Áherslur á grænan hagvöxt

Undanfarin ár hefur Reykjavíkurborg unnið markvisst að framgangi umhverfismála í borginni, innleitt vistvænan rekstur og lagt áherslu á grænar fjárfestingar sem hafa bætt umhverfi og lífsgæði borgarbúa.Má nefna hjólareiðaáætlun Reykjavíkurborgar í þessu samhengi, svo og Aðalskipulag Reykjavíkurborgar 2010 – 2030 þar sem kveðið er á um friðun grænna og opinna svæða, þéttingu byggðar, styrkingu almenningssamgangna, vistvænar lausnir í sorphirðu og kröfur um visthæfar lausnir við nýbyggingar.Áætlað er að grænar fjárfestingar munu verða um 24% af heildarfjárfestingum Reykjavíkurborgar næstu 5 árin. Undir grænar fjárfestingar falla m.a. fjárfesting í opnum svæðum, viðhald gönguleiða og úrbætur á forgangsleiðum strætisvagna, endurnýjun sorpíláta og fleira.

 

Loftslagsmál og einstaklingar

Einstaklingar geta lagt sitt af mörkum með því að endurskoða samgönguvenjur og draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Einnig að draga úr myndun úrgangs eftir því sem kostur er og endurvinna það sem fellur til. Hér að neðan eru nokkrir gagnlegir tenglar:

http://www.ust.is/einstaklingar/loftslagsbreytingar/hvad-get-eg-gert/

http://graenskref.reykjavik.is/heilraedi

www.ekkirusl.is

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 1 =