10 ára innviðaáætlun
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Unnið er að því að útbúa 10 ára innviðaáætlun sem verður samþykkt með fjárhagsáætlun. Innviðaáætlun lýsir forgangsröðun og tímalínu á uppbyggingu lykilinnviða í Reykjavík á komandi árum. Henni er ætlað að taka inn alla mikilvæga þætti sem auðvelda forgangsröðun á þróunarsvæðum borgarinnar. Innviðaáætlun verður unnin í samvinnu við lykilsamstarfsaðila eins og Veitur, Faxaflóahafnir, Vegagerðina og fleiri.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024
Stöðulýsing 1. júlí 2024
Verkefnið hefur ekki verið í vinnslu á fyrrihluta árs 2024. Vinna þarf frekari kortlagninu og halda fleiri fundi með hagaðilum svo hægt sé að skilgreina verkefnið betur og vinna innviðaáætlunina.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu |
Janúar 2024 | Verkefni miðar áfram. Áfram er unnið að mótun innviðaáætlunar og samtali við lykilhagaðila haldið áfram. Til skoðunar er að innviðaáætlunin verði hluti af gagnvirku uppbyggingarkorti Reykjavíkurborgar. |
Júlí 2023 | Áfram hefur verið unnið að mótun innviðaáætlunar og samtali við lykilhagaðila haldið áfram. Til skoðunar er að innviðaáætlunin verði hluti af gagnvirku uppbyggingarkorti Reykjavíkurborgar. |
Janúar 2023 | Áfram hefur verið unnið að mótun innviðaáætlunar og er samtal við Veitur og Faxaflóahafnir farið af stað varðandi helstu vörður á komandi áratug. |
Júlí 2022 | Undirbúningsvinna við innviðaáætlun er hafin. Unnið er að því að skilgreina hvaða breytur á þróunarsvæðum muni hafa áhrif á forgangsröðun og tímalínu. |
Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:
Tengdar aðgerðir
Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Aðgerðir
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun | Græna planið Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð | Græna planið Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar | Græna planið Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar ig sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun | Græna planið Góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.