10 ára innviðaáætlun

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Unnið er að því að útbúa 10 ára innviðaáætlun sem verður samþykkt með fjárhagsáætlun. Innviðaáætlun lýsir forgangsröðun og tímalínu á uppbyggingu lykilinnviða í Reykjavík á komandi árum. Henni er ætlað að taka inn alla mikilvæga þætti sem auðvelda forgangsröðun á þróunarsvæðum borgarinnar. Innviðaáætlun verður unnin í samvinnu við lykilsamstarfsaðila eins og Veitur, Faxaflóahafnir, Vegagerðina og fleiri.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Verkefni miðar áfram. Áfram er unnið að mótun innviðaáætlunar og samtali við lykilhagaðila haldið áfram. Til skoðunar er að innviðaáætlunin verði hluti af gagnvirku uppbyggingarkorti Reykjavíkurborgar.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Tímasetning Lýsing framvindu
Júlí 2023 Áfram hefur verið unnið að mótun innviðaáætlunar og samtali við lykilhagaðila haldið áfram. Til skoðunar er að innviðaáætlunin verði hluti af gagnvirku uppbyggingarkorti Reykjavíkurborgar.
Janúar 2023    Áfram hefur verið unnið að mótun innviðaáætlunar og er samtal við Veitur og Faxaflóahafnir farið af stað varðandi helstu vörður á komandi áratug.
Júlí 2022 Undirbúningsvinna við innviðaáætlun er hafin. Unnið er að því að skilgreina hvaða breytur á þróunarsvæðum muni hafa áhrif á forgangsröðun og tímalínu.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).