Hlutfallið milli negldra og ónegldra dekkja í janúar 2025 var þannig að 43,3% ökutækja voru á negldum dekkjum og 56,7% var á öðrum dekkjum.
Hlutfallið var talið og reiknað miðvikudaginn 22. janúar.
Hlutfallið hefur hækkað töluvert frá síðustu talningu sem fór fram 18. desember 2024, þegar það var 28,9%. Þó að þetta sé aukning milli talninga, er hlutfallið í takt við mælingar síðustu ára á sama tíma en í janúar 2024 var hlutfallið 40,3%. Gögn undanfarinna ára sýna að hlutfall negldra dekkja sveiflast yfirleitt á bilinu 40-45% á þessum árstíma.
Næsta talning er áætluð 5. mars 2025. Nagladekk eru svo ekki leyfileg frá 15. apríl-31. október.