Reykjavík vinnur með Jakobstad í Finnlandi

Loftslagsmál

Jakobstad telst í þessu samhengi vera tvíburaborg (Twin City) Reykjavíkur og lærir af loftslagsverkefnum borgarinnar og öfugt en áherslan í þessu samstarfi verður á samgöngur. Mynd/Arctic Images - Ragnar Th
Loftmynd af vegi, bílum og húsum.

Reykjavík hefur verið pöruð við borgina Jakobstad í Finnlandi í evrópsku nýsköpunarverkefni í loftslagsmálum. Þetta kemur til vegna þess að Reykjavík hefur fengið titilinn tilraunaborg (Pilot City) en litið er til þessara borga sem fyrirmynd annarra um að hraða ferlinu að kolefnishlutleysi með ýmiss konar nýsköpun í fjölbreyttum loftslagsverkefnum. Jakobstad telst í þessu samhengi vera tvíburaborg (Twin City) Reykjavíkur og lærir af loftslagsverkefnum borgarinnar og öfugt en áherslan í þessu samstarfi verður á samgöngur. 

Reykjavíkurborg hefur fengið styrk til þess að vera tilraunaborg en styrkurinn var veittur til hluta þeirra borga sem voru valdar sem þátttakendur í Evrópusamstarfi um 112 kolefnishlutlausar og snjallar borgir. Styrkurinn á að styðja við markmið borganna um að flýta vegferð sinni í átt að kolefnishlutleysi fram til ársins 2030. Hjá Evrópusambandinu eru það samtökin NetZeroCities styðja sérstaklega við þetta verkefni. Verkefninu lýkur í ágúst 2026 þó samstarfið milli annarra evrópska borga haldi áfram.