Loftslagssjóður ungs fólks í Reykjavík

mynd af grænni borg

Ert þú á aldrinum 15-24 ára og vilt þú leggja þitt af mörkum til að vinna á loftslagsvandanum? Ertu með hugmynd að verkefni sem þig langar að hrinda í framkvæmd?

Reykjavíkurborg og Bloomberg Philanthropies hafa stofnað loftslagssjóð ungs fólks í Reykjavík (Youth Climate Action Fund) til styrkja verkefni sem vinna gegn loftslagsvánni.

Markmið

Markmið sjóðsins er að virkja ungt fólk í leit að lausnum á loftslagsvandanum. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna sem eru hönnuð og unnin af ungu fólki á aldrinum 15-24 ára.

Upplýsingar

  • Verkefnin verða að styðja við og vísa í loftslagsáætlun Reykjavíkur
  • Umsóknarfrestur:  12. september 2024 kl. 23:59
  • Styrkupphæðir: 140.000-690.000 kr.
  • Fyrri úthlutun fór fram fyrir byrjun september en sú síðari fer fram fyrir lok mánaðarins.
  • Senda má inn fleiri en eina umsókn í sjóðinn
  • Verkefnum þarf að vera lokið fyrir 31. desember 2024
  • Úthlutunarreglur (PDF)
  • Spurningar um sjóðinn má senda á Benedikt Traustason

Spurt og svarað um loftslagssjóð ungs fólks

Hver geta sótt um styrk?

  • Ungt fólk 15-24 ára eða samtök sem starfa í þágu fólks á þeim aldri
  • Umsóknir þurfa að berast í gegnum samtök, hópa eða skóla
  • Einstaklingar geta ekki hlotið styrk án þess að vinna verkefni í samstarfi við samtök

Hvernig verkefni geta hlotið styrk?

  • Ný verkefni sem tengjast lausnum á loftslagsvandanum
  • Verkefni sem eru hönnuð og framkvæmd af ungu fólki á aldrinum 15-24 ára
  • Verkefni sem tengjast loftslagsáætlun Reykjavíkur

Hvernig sæki ég um?

  • Sótt er um styrk í umsóknarformi neðar á síðunni 
  • Umsóknarfrestur er til 12. september kl. 23:59

Í hvað má nota styrkinn?

  • Útgjöld sem tengjast verkefninu beint
  • Efniskostnaður (Skóflur, græðlingar, málning, leiga á aðstöðu o.s.frv.)
  • Beinn kostnaður vegna þátttöku (Strætó kostnaður, veitingar o.s.frv.)

Í hvað má ekki nota styrkinn?

  • Laun og launatengd gjöld
  • Tækjabúnað (tölvur, skjáir o.s.frv)
  • Kostnað sem er hluti af daglegum rekstri
  • Verkefni á vegum Reykjavíkurborgar sem hafa nú þegar hlotið styrk
  • Verkefni af pólitískum toga eða sem eru unnin beint fyrir pólitíska starfsemi
  • Námsstyrki eða beinan stuðning við einstaklinga
  • Þóknun fyrir ræðumennsku og framkomu á viðburðum

Hvað eru miklir peningar í sjóðnum?

  • Heildarupphæð styrkja verður um 1.900.000 kr. Mörg verkefni verða því styrkt.

Dæmi um styrkhæf verkefni

Athugið að verkefni sem eru ekki á listanum koma líka vel til greina. 

Menntun, rannsóknir og aukinn skilningur á loftslagsvá

  • Stofnun loftslagsráðs ungmenna í Reykjavík
  • Fræðsluverkefni í skólum
  • Hakkaþon
  • Loftslagstengdar rannsóknir og viðhorfskannanir
  • Listsköpun eða viðburðir ungs fólks sem tengjast aukinni vitund um loftslagsmál
  • Vitundarvakningarherferðir

Aðgerðir gegn loftslagsvá og aðlögun að henni

  • Verkefni tengd samgöngum
  • Verkefni tengd breyttum ferðavenjum
  • Endurheimt vistkerfa og gróðursetning skóga á skilgreindum skógræktarsvæðum 
  • Verkefni tengd hringrásarhagkerfi (minni úrgangur, endurnýting, viðgerðir o.s.frv.)

Dæmi um verkefni sem verða ekki styrkt

  • Verkefni sem tengjast pólitískri starfsemi
  • Verkefni sem tengjast trúarlegri starfsemi
  • Barátta fyrir breytingum á löggjöf
  • Hagsmunagæsla einstakra hópa

Hvaða atriði verða metin í umsókninni?

  • Er verkefnið hannað og framkvæmt af ungu fólki á aldrinum 15-24 ára 
  • Tengist verkefnið loftslagsstefnu Reykjavíkur
  • Er umsækjandi skilgreind samtök, skóli eða hópur sem starfar með ungu fólki
  • Verður verkefnið framkvæmt í Reykjavík
  • Verður verkefni lokið fyrir 31. desember 2024 
  • Byggir verkefnið á sterkri hugmynd og hefur skýr markmið
  • Er verkefnið líklegt til að draga úr losun eða stuðla að aðlögun að loftslagsbreytingum
  • Verkefnið fer nýjar eða skapandi leiðir til að ná markmiðum þess
  • Verkefnið hefur skýra verk- og tímaáætlun
  • Er verkefnið líklegt til að valdefla ungt fólk á aldrinum 15-24 ára
  • Er fjárhagsáætlun skýr og sótt er um styrk fyrir styrkhæfum kostnaði