Loftslagssjóður ungs fólks í Reykjavík

mynd af grænni borg

Ert þú á aldrinum 15-24 ára og vilt þú leggja þitt af mörkum til að vinna á loftslagsvandanum? Ertu með hugmynd að verkefni sem þig langar að hrinda í framkvæmd?

Reykjavíkurborg og Bloomberg Philanthropies hafa stofnað loftslagssjóð ungs fólks í Reykjavík (Youth Climate Action Fund) til styrkja verkefni sem vinna gegn loftslagsvánni.

Markmið

Markmið sjóðsins er að virkja ungt fólk í leit að lausnum á loftslagsvandanum. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna sem eru hönnuð og unnin af ungu fólki á aldrinum 15-24 ára.

Upplýsingar

  • Verkefnin verða að styðja við og vísa í loftslagsáætlun Reykjavíkur
  • Umsóknarfrestur:  31. mars 2025 kl. 12:00 á hádegi.
  • Styrkupphæðir: 150.000-690.000 kr.
  • Senda má inn fleiri en eina umsókn í sjóðinn. Að hámarki verða þrír styrkir veittir hverjum umsækjanda.
  • Úthlutun verður tilkynnt á degi jarðar 22. apríl. 
  • Verkefnum þarf að vera lokið fyrir 31. október 2025.
  • Úthlutunarreglur (PDF)
  • Spurningar um sjóðinn má senda á Benedikt Traustason

Spurt og svarað um loftslagssjóð ungs fólks