Loftslagssjóður ungs fólks í Reykjavík

Ert þú á aldrinum 15-24 ára og vilt þú leggja þitt af mörkum til að vinna á loftslagsvandanum? Ertu með hugmynd að verkefni sem þig langar að hrinda í framkvæmd?
Reykjavíkurborg og Bloomberg Philanthropies hafa stofnað loftslagssjóð ungs fólks í Reykjavík (Youth Climate Action Fund) til styrkja verkefni sem vinna gegn loftslagsvánni.
Markmið
Markmið sjóðsins er að virkja ungt fólk í leit að lausnum á loftslagsvandanum. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna sem eru hönnuð og unnin af ungu fólki á aldrinum 15-24 ára.
Upplýsingar
- Verkefnin verða að styðja við og vísa í loftslagsáætlun Reykjavíkur
- Umsóknarfrestur: 31. mars 2025 kl. 12:00 á hádegi.
- Styrkupphæðir: 150.000-690.000 kr.
- Senda má inn fleiri en eina umsókn í sjóðinn. Að hámarki verða þrír styrkir veittir hverjum umsækjanda.
- Úthlutun verður tilkynnt á degi jarðar 22. apríl.
- Verkefnum þarf að vera lokið fyrir 31. október 2025.
- Úthlutunarreglur (PDF)
- Spurningar um sjóðinn má senda á Benedikt Traustason
Spurt og svarað um loftslagssjóð ungs fólks
Hver geta sótt um styrk?
- Ungt fólk 15-24 ára eða samtök sem starfa í þágu fólks á þeim aldri
- Umsóknir þurfa að berast í gegnum samtök, hópa eða skóla
- Einstaklingar geta ekki hlotið styrk án þess að vinna verkefni í samstarfi við samtök
Hvernig verkefni geta hlotið styrk?
- Ný verkefni sem tengjast lausnum á loftslagsvandanum
- Verkefni sem eru hönnuð og framkvæmd af ungu fólki á aldrinum 15-24 ára
- Verkefni sem tengjast loftslagsáætlun Reykjavíkur
Hvernig sæki ég um?
- Sótt er um styrk á mínum síðum Reykjavíkurborgar.
- Umsóknarfrestur er til 10. mars 2025 kl. 23:59.
Í hvað má nota styrkinn?
- Útgjöld sem tengjast verkefninu beint.
- Efniskostnaður - Skóflur, græðlingar, málning, leiga á aðstöðu, markaðs- og auglýsingakostnaður og svo framvegis.
- Beinn kostnaður vegna þátttöku - Strætókostnaður, veitingar og svo framvegis.
Í hvað má ekki nota styrkinn?
- Laun og launatengd gjöld.
- Tækjabúnað - tölvur, skjáir og svo framvegis.
- Kostnað sem er hluti af daglegum rekstri.
- Verkefni á vegum Reykjavíkurborgar sem hafa nú þegar hlotið styrk.
- Verkefni af pólitískum toga eða sem eru unnin beint fyrir pólitíska starfsemi.
- Námsstyrki eða beinan stuðning við einstaklinga.
- Þóknun fyrir ræðumennsku og framkomu á viðburðum.
Hvað eru miklir peningar í sjóðnum?
- Heildarupphæð styrkja verður um 12.000.000 kr. Mörg verkefni verða því styrkt.
Hvaða verkefni voru styrkt 2024?
Hér er hægt að lesa um verkefnin sem voru styrkt árið 2024.
Dæmi um styrkhæf verkefni
Athugið að verkefni sem eru ekki á listanum koma líka vel til greina.
Menntun, rannsóknir og aukinn skilningur á loftslagsvá
- Stofnun loftslagsráðs ungmenna í Reykjavík
- Fræðsluverkefni í skólum
- Hakkaþon
- Loftslagstengdar rannsóknir og viðhorfskannanir
- Listsköpun eða viðburðir ungs fólks sem tengjast aukinni vitund um loftslagsmál
- Vitundarvakningarherferðir
Aðgerðir gegn loftslagsvá og aðlögun að henni
- Verkefni tengd samgöngum
- Verkefni tengd breyttum ferðavenjum
- Endurheimt vistkerfa og gróðursetning skóga á skilgreindum skógræktarsvæðum
- Verkefni tengd hringrásarhagkerfi (minni úrgangur, endurnýting, viðgerðir o.s.frv.)
Dæmi um verkefni sem verða ekki styrkt
- Verkefni sem tengjast pólitískri starfsemi
- Verkefni sem tengjast trúarlegri starfsemi
- Barátta fyrir breytingum á löggjöf
- Hagsmunagæsla einstakra hópa
Hvaða atriði verða metin í umsókninni?
- Er verkefnið hannað og framkvæmt af ungu fólki á aldrinum 15-24 ára.
- Tengist verkefnið loftslagsstefnu Reykjavíkur.
- Er umsækjandi skilgreind samtök, skóli eða hópur sem starfar með ungu fólki.
- Verður verkefnið framkvæmt í Reykjavík.
- Verður verkefni lokið fyrir 31. október 2025.
- Byggir verkefnið á sterkri hugmynd og hefur skýr markmið.
- Er verkefnið líklegt til að draga úr losun eða stuðla að aðlögun að loftslagsbreytingum.
- Verkefnið fer nýjar eða skapandi leiðir til að ná markmiðum þess.
- Verkefnið hefur skýra verk- og tímaáætlun.
- Er verkefnið líklegt til að valdefla ungt fólk á aldrinum 15-24 ára.
- Er fjárhagsáætlun skýr og sótt er um styrk fyrir styrkhæfum kostnaði.