Námsstyrkur Ellýjar Katrínar

Loftslagsmál

Ellý Katrín Guðmundsdóttir
Ellý Katrín með sólgleraugu og situr úti

Opið er fyrir umsóknir um Námsstyrk Ellýjar Katrínar, sem veittur er til nemenda í háskólanámi sem vilja leggja sitt af mörkum til umhverfis- og loftslagsmála.

Styrkurinn er veittur af Reykjavíkurborg til minningar um Ellý Katrínu Guðmundsdóttur lögfræðing og fyrrverandi borgarritara, sem var frumkvöðull á sviði umhverfis- og loftslagsmála hjá borginni.

Ellý leiddi samþættingu samgöngu- og umhverfismála og sinnti alþjóðastarfi borga í loftslagsmálum og leiddi í því samhengi verkefni sem opnuðu nýjar víddir fyrir borgina í umhverfismálum. Í kjölfarið setti Reykjavíkurborg fram sín fyrstu markmið til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þá voru fjölmörg verkefni er varða sjálfbæra þróun unnin undir forystu Ellý sem var samstarfsfólki sínu góð fyrirmynd og innblástur til góðra verka.

Umsóknarfrestur til 30. apríl

Styrkurinn er veittur árlega og verður úthlutun tilkynnt á fæðingardegi Ellýjar þann 15. september. Markmið styrksins er að styðja við og hvetja til framhaldsnáms í umhverfis- og/ eða loftslagsmálum og efla þannig þekkingu á málefninu til framtíðar.

Styrkurinn er veittur til að vinna meistararitgerð eða meistaraverkefni í námi er varðar umhverfis- og/eða loftslagsmál. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2025.