Hverjar eru venjur og hindranir íbúa þegar kemur að flokkun úrgangs og samgöngum?
Loftslagsmál

Reykjavíkurborg, í samstarfi við Háskóla Íslands, óskar eftir þátttöku í spurningakönnun sem er hluti af rannsókn sem snýr að venjum og hindrunum íbúa höfuðborgarsvæðisins í samgöngum og flokkun úrgangs.
Rannsóknin er hluti af alþjóðlegu styrktarverkefni sem ber heitið Tilraunaborgir; Þrætt í gegnum þrengslin. Verkefnið miðar að því að finna leiðir til að draga úr losun frá vegsamgöngum og úrgangi í borginni.
Markmið rannsóknarinnar
Í rannsókninni verður sérstaklega skoðað hvernig venjur og hindranir hafa áhrif á ferðahegðun og flokkun úrgangs. Niðurstöður munu nýtast við þróun og prófun aðgerða sem geta stutt við breyttar venjur í samræmi við þarfir íbúa.
Hvernig get ég tekið þátt?
Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hvattir til að taka þátt í spurningakönnun sem verður opin frá og með 10. febrúar. Með þátttöku gefst tækifæri til að hafa áhrif á framtíðaraðgerðir borgarinnar í umhverfismálum.
Þátttakendur könnunarinnar fara í pott og dregin verða út tvö 25.000 kr. gjafakort.
Persónuvernd og frekari upplýsingar
Öll gagnasöfnun fer fram í samræmi við persónuverndarlög og stefnu bæði Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands.
Spurningakönnun er aðgengileg á íslensku, ensku og pólsku: