Hverfadagar Heiðu Bjargar borgarstjóra í Háaleiti og Bústöðum
Hverfadagar Heiðu Bjargar borgarstjóra eru hafnir í Háaleiti-Bústöðum.
Á hverfadögum mun borgarstjóri heimsækja leik- og grunnskóla hverfisins og heilsa upp á nemendur og kennara. Heiða Björg mun ennfremur heimsækja Hrafnistu við Sléttuveg, Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, við Bústaðaveg og heimsækja veitingastaðinn Fossinn í Grímsbæ, sem Auðunn Blöndal er að opna á næstu vikum.
Fimmtudaginn 29. janúar býður borgarstjóri upp á kaffi og spjall í Borgarbókasafninu Kringlunni klukkan 17.00 til 18.00.
Boðið verður upp á léttar veitingar og gestir og gangandi geta rætt málin við hana og fulltrúa yfirstjórnar borgarinnar.
Hverfadögum borgarstjóra lýkur þann 30. janúar.