Færsla umferðar um Breiðholtsbraut
Vegfarendur um Breiðholtsbraut athugið! Á morgun, laugardaginn 31. janúar, er stefnt á að færa umferð um Breiðholtsbraut af suðurakbraut yfir á norðurakbraut á kaflanum milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs. Vinna við færslu umferðarinnar hefst kl. 7.00 og lýkur kl. 9.00.
Þetta er gert vegna framkvæmda á nýrri brú yfir Breiðholtsbraut. Búið er að taka niður undirslátt brúarinnar norðan megin og hefst nú vinna við að fjarlægja undirsláttinn sunnan megin.
Vinnusvæðið eru þröngt og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akbrautum. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðið.