Sunnufold

Leikskóli 

Frostafold 33 / Logafold 18
112 Reykjavík

Útisvæði leikskólans Sunnufoldar með rennibraut, litlu húsi og barrtrjám

Um leikskólann

Opið er frá 7:30 til 16:30

Leikskólinn Sunnufold var stofnaður árið 2011. Hann er starfræktur á tveimur starfsstöðvum, Frosta og Loga, í Foldahverfi í Grafarvogi. Við skólann starfa að meðaltali 30 starfsmenn með 100 börnum á fimm deildum. Deildirnar heita Tröllheimar, Hulduheimar, Álfheimar, Mánakot og Stjörnukot. Í Grafarvogi er ekki langt að sækja í náttúruna sem býður upp á fjölbreytt fuglalíf, rannsóknarferðir í fjöruna og skemmtilegar ferðir í skóginn. 

Leikskólastjórar eru: Anna Magnúsdóttir og Melkorka Kjartansdóttir

 

Leikskólinn Sunnufold

Viltu vita meira um Sunnufold? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Hugmyndafræði

Lykilhugtök Sunnufoldar eru hamingja, málrækt, leikurinn, sjálfræði og heilbrigði

 

Starf Sunnufoldar tekur mið af félagslegri hugsmíðahyggju sem er fjallar um hvernig þekking verður til í félagslegu samhengi. Börn læra ekki í tómarúmi heldur takast þau á við efnivið og fræði með því að handfjatla, eiga samræður og skoðanaskipti. Hugsmíðahyggja byggir á kenningum margra viðurkenndra fræðimanna á borð við John Dewey, Jean Piaget, Lev Vygotsky, Maria Montessori og Ellen Key. Þekkt er tilvitnun í Dewey: „learning by doing“ eða „að læra með því að gera“. Kenningar í dag hafa í auknum mæli þróast í átt að því að nám sé félagslegt ferli „að læra með því að gera með öðrum“ á ef til vill betur við í því hópuppeldi sem leikskóli býður upp á. 

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Sunnufoldar? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Starfsáætlun fyrir námsárið 2022-2023 er í vinnslu

Hvað er framundan í Sunnufold? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Mynd af lítilli brú á útisvæði leikskólans Sunnufoldar

Miðstöð Sunnufoldar

Leikskólinn Sunnufold tilheyrir Austurmiðstöð. Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.  

 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Sunnufoldar er: Anna Magnúsdóttir

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​