Sunnufold
Leikskóli
Frostafold 33 / Logafold 18
112 Reykjavík

Um leikskólann
Leikskólinn Sunnufold var stofnaður árið 2011. Hann er starfræktur á tveimur starfsstöðvum, Frosta og Loga, í Foldahverfi í Grafarvogi. Við skólann starfa að meðaltali 30 starfsmenn með 100 börnum á fimm deildum. Deildirnar heita Tröllheimar, Hulduheimar, Álfheimar, Mánkot og Stjörnukot. Í Grafarvogi er ekki langt að sækja í náttúruna sem býður upp á fjölbreytt fuglalíf, rannsóknarferðir í fjöruna og skemmtilegar ferðir í skóginn.
Leikskólastjórar eru: Anna Magnúsdóttir og Melkorka Kjartansdóttir
Leikskólinn Sunnufold
Viltu vita meira um Sunnufold? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið.
Hugmyndafræði
Lykilhugtök Sunnufoldar eru hamingja, málrækt, leikurinn, sjálfræði og heilbrigði
Starf Sunnufoldar tekur mið af félagslegri hugsmíðahyggju sem er fjallar um hvernig þekking verður til í félagslegu samhengi. Börn læra ekki í tómarúmi heldur takast þau á við efnivið og fræði með því að handfjatla, eiga samræður og skoðanaskipti. Hugsmíðahyggja byggir á kenningum margra viðurkenndra fræðimanna á borð við John Dewey, Jean Piaget, Lev Vygotsky, Maria Montessori og Ellen Key. Þekkt er tilvitnun í Dewey: „learning by doing“ eða „að læra með því að gera“. Kenningar í dag hafa í auknum mæli þróast í átt að því að nám sé félagslegt ferli „að læra með því að gera með öðrum“ á ef til vill betur við í því hópuppeldi sem leikskóli býður upp á.

Leikskólastarf
Skólanámskrá
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Sunnufoldar? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi.
Starfsáætlun
Starfsáætlun fyrir námsárið 2022-2023 er í vinnslu
Hvað er framundan í Sunnufold? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.

Miðstöð Sunnufoldar
Leikskólinn Sunnufold tilheyrir Austurmiðstöð. Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
Myndir frá Sunnufold
Hvað viltu skoða næst?
- Allir leikskólar Í Reykjavík eru um 80 leikskólar, bæði borgarreknir og sjálfstætt starfandi
- Að byrja í leikskóla Upphaf skólagöngu barns er stór stund í lífi þess
- Innritun í leikskóla Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns
- Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi Leikskólinn tryggir að eingöngu aðilar, sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum leikskólans
- Stefnur Hér finnur þú samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar
- Menntastefna til 2030 - látum draumana rætast Kynntu þér Menntastefnu Reykjavíkurborgar