Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi

Teikning af nemendum í skólastofu

Reykjavíkurborg hefur það að markmiði að tryggja í hvívetna áreiðanleika, trúnað og öryggi allra persónuupplýsinga sem unnið er með á vegum borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur því sett sér svohljóðandi persónuverndarstefnu, í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (persónuverndarlaga).

Persónuverndarstefna

Með stefnu þessari leggur Reykjavíkurborg áherslu á mikilvægi þess að gætt sé að því að öll vinnsla persónuupplýsinga innan sveitarfélagsins fari fram í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga sem og stefnumótun á vegum fagsviða og skrifstofa í miðlægri stjórnsýslu. Stefnan gildir um sérhverja vinnslu persónuupplýsinga á vegum Reykjavíkurborgar, þar á meðal starfsemi í ráðum og nefndum borgarinnar, svo og þá starfsemi þar sem þriðja aðila hefur verið falið að sinna verkefnum á vegum Reykjavíkurborgar.

Teiknuð mynd af tré að sumri til.

Myndatökur og myndbirtingar í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar

Leiðbeiningar þessar og fræðsla eiga við um hvers kyns myndatökur/myndbandstökur (hér eftir myndatökur) og myndbirtingar af börnum í leikskólum, grunnskólum, frístundaheimilum, félagsmiðstöðvum, skólahljómsveitum og í öðru starfi skóla- og frístundasviðs. Hver og einn starfsstaður er ábyrgðaraðili vegna persónuupplýsinga sem þar eru unnar.

Teikning af börnum á ólíkum aldri.

Upplýsingaöryggisstefna nemendaskrár

Grunnskólar Reykjavíkurborgar viðhalda nemendaskrá til að halda utan um upplýsingar um nemendur sína, námsframvindu og annað sem nauðsynlegt er vegna náms þeirra við skólann. Með þessari skjalfestu upplýsingaöryggisstefnu vilja grunnskólar Reykjavíkurborgar leggja áherslu á mikilvægi persónuverndar við vinnslu nemendaskrár skólans.

Illustration of a cat.

Upplýsingaöryggisstefna leikskóla Reykjavíkur

Leikskólar Reykjavíkurborgar safna og viðhalda upplýsingum sem snerta starfsemi leikskólanna. Með þessari skjalfestu upplýsingaöryggisstefnu vill leikskólinn leggja áherslu á mikilvægi persónuverndar og upplýsingaöryggis við vinnslu þessara upplýsinga.

Teikning af myndum sem Fjóla hefur teiknað í frístund

Vinnsla persónuupplýsinga í grunnskólum borgarinnar

Fræðsla þessi er veitt með vísan til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 (hér nefnt persónuverndarlög) og reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og sem við kemur rétti einstaklinga gagnvart grunnskólanum.

Persónuvernd og stafrænt skólastarf

Til að tryggja öryggi barna og unglinga þarf að vanda val á stafrænni tækni sem nýta á í skólastarfi.

Reykjavíkurborg hefur sett sér persónuverndarstefnu byggða á persónuverndarlögum. Skólastjóri ber ábyrgð á notkun stafrænnar tækni í skólastarfi ásamt því að sinna upplýsingaskyldu gagnvart foreldrum. 

Vinnsla persónuupplýsinga í leikskólum Reykjavíkur

Hér má finna fræðslu um þá vinnslu persónuupplýsinga sem á sér stað í leikskólum Reykjavíkurborgar.

Teikning af þremur börnum í rennibraut á leikskóla.

Vinnsla persónuupplýsinga hjá dagforeldrum í Reykjavík

Hér má nálgast fræðslu um vinnslu persónuupplýsinga skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar í tengslum við eftirlit með starfsemi dagforeldra og niðurgreiðslur til þeirra vegna barna með lögheimili í Reykjavík.

 

Teiknuð mynd af sitjandi ungabarni.