Foreldrasamstarf í leikskóla

Markvisst er unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Hlutverk foreldraráðs

Foreldrar taka þátt í að móta stefnur og starfsáætlun fyrir leikskólastarfið. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskólans og skóla- og frístundaráðs um: 

  • Skólanámskrám 
  • Starfsáætlun 
  • Aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans 

Að fylgjast með:

  • Framkvæmd skólanámskrár  
  • Framkvæmd annarra áætlana innan leikskólans 
  • Að skólanámskrá, starfsáætlun og aðrar áætlanir leikskólans séu kynntar fyrir foreldrum 

Auk þess hefur ráðið umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfinu.   

Lög og reglur

Samkvæmt lögum á að vera foreldraráð við hvern leikskóla. Það er kosið í ráðið og leikskólastjóri á að hafa frumkvæði að kosningu. Kosið er í september og er kosið til eins árs í senn. Ráðið skipa að minnsta kosti þrír foreldrar.