Maríuborg

Leikskóli með ungbarnadeild

Maríubaugur 3
113 Reykjavík

Um leikskólann

Maríuborg var byggð sem fjögurra deilda leikskóli en fljótlega var lausri stofu bætt við sem fimmtu deild og er nú pláss fyrir 106 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Leikskólanum er skipt upp í eldri og yngri kjarna. Í yngri kjarna leikskólans eru Maríustofa, Þúfa og Laut og í eldri kjarnanum eru Lundur og Brekka.

Leikskólastjóri: Guðný Hjálmarsdóttir (í leyfi)

Starfandi leikskólastjóri: Agnes Veronika Hauksdóttir

Aðstoðarleikskólastjóri: Elín Ósk Guðmundsdóttir

 

Leikskólinn Maríuborg

Viltu vita meira um  Maríuborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið

Hugmyndafræði

Gildi Maríuborgar eru leikur, samskipti og námsgleði

 

Hugmyndafræði okkar og einkunnarorð styðjast við kenningar John Dewey, Howard Gardner, William Damon og Daniel Goleman. Lögð er áhersla á að efla og örva leik barnanna, styðja við og kenna jákvæð samskipti og stuðla að námsgleði, forvitni og fróðleiksfýsn. Maríuborg er leikskóli á grænni grein með Grænfána og því er umhverfismennt, sjálfbærni og náttúruvernd stór þáttur í  skólastarfinu.

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Maríuborgar? Í skólanámskrá Maríuborgar finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Hvað er framundan á Maríuborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Leikskóladagatal

Hér má finna leikskóladagatal Maríuborgar. Í leikskóladagatali eru upplýsingar um starfsdaga og fleira sem gott er að vita fyrir foreldra og forsjáraðila. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Miðstöð Maríuborgar

Leikskólinn Maríuborg tilheyrir Austurmiðstöð. Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.   

 

Framkvæmdir

Færanlegt hús var sett upp við leikskólann á árinu 2018 sem rúmar námsaðstöðu fyrir elstu leikskólabörnin. Sú stækkun var liður í framkvæmdaáætluninni Brúum bilið sem miðar að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. 

Myndir frá Maríuborg