Holt

Leikskóli

Völvufell 7 og 9
111 Reykjavík

Leikskólinn Holt.

Um leikskólann

Opnunartími Holts er frá 7:30 til 16:30

Leikskólinn Holt var stofnaður árið 2010 við sameiningu leikskólanna Fellaborgar og Völvuborgar og þar starfa um 30 manns. Fjöldi barna eru 92 og dvelja þau á 6 aldursskiptum deildum sem skipt er milli tveggja húsa. Stóra-Holt er fyrir eldri börnin og heita deildirnar Sel, Bakki og Hóll en Litla-Holt er fyrir þau yngri og heita deildirnar þar Berg, Litla Fell og Stóra Fell.

Leikskólastjóri er Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir

 

 

Leikskólinn Holt

Viltu vita meira um Holt? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Hugmyndafræði

Gildi Holts eru virðing, umhyggja og samvinna

 

Leikskólinn Holt notast við hugmyndafræði John Deweys um reynslu, áhuga og virkni sem og kenningar Lev Vygotsky um svæði mögulegs þroska í starfi sínu. Holt er fjölmenningarlegur leikskóli sem leggur áherslu á að efla málþroska barna, félagslegan jöfnuð, umhverfismennt og vellíðan allra þeirra sem koma að leikskólastarfinu. Við erum samstarfsaðilar að þróunarverkefninu „Markviss málörvun í Fellahverfi" og erum í miklu samstarfi í hverfinu um menningu, mál og læsi. Tannvernd er okkur hugleikin og því burstum við tennurnar í börnunum daglega. Í Holti er leikurinn aðalnámsleið barna og því rauði þráðurinn í öllu starfi leikskólans.

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf á Holti? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Hvað er framundan á Holti? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Leikskóladagatal

Hvenær eru starfsdagar á leikskólanum Holti? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Miðstöð Holts

Leikskólinn Holt tilheyrir Suðurmiðstöð. Suðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Breiðholti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta. 

 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliður Holts er: Linda Sif Magnúsdóttir

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​