Holt
Leikskóli
Völvufell 7 og 9
111 Reykjavík

Um leikskólann
Leikskólinn Holt var stofnaður árið 2010 við sameiningu leikskólanna Fellaborgar og Völvuborgar og þar starfa um 30 manns. Fjöldi barna eru 92 og dvelja þau á 6 aldursskiptum deildum sem skipt er milli tveggja húsa. Stóra-Holt er fyrir eldri börnin og heita deildirnar Sel, Bakki og Hóll en Litla-Holt er fyrir þau yngri og heita deildirnar þar Berg, Litla Fell og Stóra Fell.
Leikskólastjóri er Halldóra Björg Gunnlaugsdóttir
Leikskólinn Holt
Viltu vita meira um Holt? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið.
Hugmyndafræði
Gildi Holts eru virðing, umhyggja og samvinna
Leikskólinn Holt notast við hugmyndafræði John Deweys um reynslu, áhuga og virkni sem og kenningar Lev Vygotsky um svæði mögulegs þroska í starfi sínu. Holt er fjölmenningarlegur leikskóli sem leggur áherslu á að efla málþroska barna, félagslegan jöfnuð, umhverfismennt og vellíðan allra þeirra sem koma að leikskólastarfinu. Við erum samstarfsaðilar að þróunarverkefninu „Markviss málörvun í Fellahverfi" og erum í miklu samstarfi í hverfinu um menningu, mál og læsi. Tannvernd er okkur hugleikin og því burstum við tennurnar í börnunum daglega. Í Holti er leikurinn aðalnámsleið barna og því rauði þráðurinn í öllu starfi leikskólans.

Leikskólastarf
Skólanámskrá
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf á Holti? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi.
Starfsáætlun
Hvað er framundan á Holti? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.

Miðstöð Holts
Leikskólinn Holt tilheyrir Suðurmiðstöð. Suðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Breiðholti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
Hvað viltu skoða næst?
- Allir leikskólar Hér getur þú skoðað lista yfir alla leikskóla í Reykjavík
- Innritun í leikskóla Hægt er að skrá barn í leikskóla frá fæðingardegi þess
- Að byrja í leikskóla Upphaf skólagöngu barns er stór stund í lífi þess
- Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi Leikskólinn tryggir að eingöngu aðilar, sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum leikskólans
- Stefnur Hér finnur þú samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar
- Menntastefna til 2030 - látum draumana rætast Kynntu þér Menntastefnu Reykjavíkur