Suðurmiðstöð
Mánudaga–föstudaga
kl. 9:00–15:00
Álfabakki 10
109 Reykjavík
Um Suðurmiðstöð
Suðurmiðstöð er ein fjögurra miðstöðva í Reykjavík, þar sem íbúar Reykjavíkurborgar geta nálgast fjölbreytta þjónustu, upplýsingar og ráðgjöf. Þar er meðal annars veittur stuðningur við börn, ungmenni, fjölskyldur, aldraða og fatlaða. Lögð er mikil áhersla á faglegt starf og farsælt samstarf við íbúa, félagasamtök og stofnanir þeirra hverfa sem tilheyra hverri miðstöð.
Á miðstöðvunum sameinast velferðarþjónusta og skóla- og frístundaþjónusta í nærumhverfi barna og ungmenna. Þaðan er verkefninu Betri borg fyrir börn framfylgt en það miðar að því að bæta þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Á miðstöðinni eru allir lykilaðilar í þjónustu við börn og fjölskyldur á sama stað sem er grundvöllur þess að hægt sé að bregðast við áskorunum sem upp kom í lífi barna og ungmenna.
Í miðstöðinni er veitt fjölbreytt velferðarþjónusta. Þar eru deildir fatlaðs fólks, virkni og ráðgjafar og barna og fjölskyldna, sjá nánari upplýsingar.
Í miðstöðinni er skóla- og frístundaþjónusta sem og yfirstjórn leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva í hverfinu, auk almennrar ráðgjafar við stjórnendur og starfsfólk starfsstaða, sjá nánari upplýsingar.
Þú getur fengið nánari upplýsingar um þjónustuna og pantað tíma í ráðgjöf með því að hringja í síma 411 1300 eða senda okkur tölvupóst.
Ábyrgðarskipting á miðstöð:
Framkvæmdastjóri miðstöðvar fer með stjórnunarlega og rekstrarlega ábyrgð á velferðarmálum á miðstöð.
Framkvæmdastjóri Suðurmiðstöðvar er Óskar Dýrmundur Ólafsson.
Fagstjórar og framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvar bera ábyrgð á skóla- og frístundaþjónustu í miðstöðinni. Þeir heyra undir skrifstofustjóra á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs í Borgartúni.
Þjónusta sem veitt er á miðstöðinni og tengiliðir:
Börn og fjölskyldur
Deildarstjóri um málefni barna og fjölskyldna tekur þátt í mótun velferðarþjónustu í samræmi við velferðarstefnu og farsældarlög. Hann vinnur að innleiðingu verkefnisins Betri borg fyrir börn í öllum borgarhlutum.
Starfinu gegnir: Guðrún Ásgeirsdóttir
Fatlað fólk
Deildarstjóri um málefni fatlaðs fólks tekur þátt í mótun velferðarþjónustu í samræmi við velferðarstefnu, Betri borg fyrir börn og farsældarlög. Deildarstjóri ber ábyrgð á sértækri ráðgjöf, stoð- og stuðningsþjónustu og búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk.
Starfinu gegnir: Lára Sigríður Baldursdóttir
Frístundastarf
Framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs er yfirmaður frístundastarfs í borgarhlutanum og stýrir stefnumótun í samstarfi við fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs.
Starfinu gegnir: Helgi Eiríksson
Deildarstjóri barnastarfs er yfirmaður forstöðumanna frístundaheimila í borgarhlutanum.
Starfinu gegnir: Herdís Snorradóttir
Deildarstjóri unglingastarfs er yfirmaður forstöðumanna félagsmiðstöðva í borgarhlutanum.
Starfinu gegnir: Kristrún Lilja Daðadóttir
Á miðstöðinni starfar jafnframt íþrótta- og frístundatengill.
Starfinu gegnir: Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir
Grunnskólar
Fagstjóri grunnskóla í miðstöðinni er yfirmaður skólastjóra í borgarhlutanum og stýrir sérfræðingum sem veita stuðning inn í grunnskóla hverfisins, svo sem talmeinafræðingum, kennsluráðgjöfum, sérkennsluráðgjöfum, ráðgjafaþroskaþjálfum, hegðunarráðgjöfum og fleiri.
Starfinu gegnir: Eysteinn Þór Kristinsson
Leikskólar
Fagstjóri leikskóla í borgarhlutanum er yfirmaður leikskólastjóra í borgarhlutanum og stýrir sérfræðingum sem veita stuðning inn í leikskóla hverfisins, svo sem talmeinafræðingum, kennsluráðgjöfum, sérkennsluráðgjöfum, ráðgjafaþroskaþjálfum, hegðunarráðgjöfum og fleiri. Fagstjórinn er jafnframt daggæslu í heimahúsum í Reykjavík.
Starfinu gegnir: Elísabet Helga Pálmadóttir
Virkni og ráðgjöf
Deildarstjóri virkni og ráðgjafar tekur þátt í mótun velferðarþjónustu í samræmi við velferðarstefnu, Betri borg fyrir börn og farsældarlög. Hann veitir faglega forystu og leiðir umbætur í þjónustu sem tengist virkni og ráðgjöf.
Starfinu gegnir: Elín Bryndís Guðmundsdóttir
Fjármál og mannauður
Í miðstöðinni starfa sérfræðingar í fjármálum og mannauði sem styðja starfseiningar sviðanna í hverfinu hvað varðar mannauðsmál og ráðgjöf, svo sem ráðningar, kjaramál, réttindi og samskipti.
Fjármálastjóri skóla- og frístundaþjónustu: Óttar Möller
Deildarstjóri fjármála og rekstrar í velferðarþjónustu: Elsa Guðrún Jóhannesdóttir
Mannauðsráðgjafi: Eirný Halla Hersir Ingadóttir