Fréttasafn | Page 2 | Reykjavíkurborg

Fréttasafn

Borgarfulltrúar héldu vinnufund vegna nýrrar ferðamálastefnu fyrir Reykjavíkurborg. 
09.11.2018
Borgarfulltrúar héldu vinnufund í gær á Kjarvalstöðum vegna nýrrar ferðamálastefnu fyrir Reykjavíkurborg. 
Við Reykjavíkurtjörn. Mynd Ragnar Th. Sigurðsson
08.11.2018
Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar boðar til opins fundar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur mánudaginn 12. nóvember kl. 14-16. Allir velkomnir.
Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar „Tölum saman“ verður haldið í fimmta sinn laugardaginn 17. nóvember, 2018.
08.11.2018
Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar „Tölum saman“ verður haldið í fimmta sinn laugardaginn 17. nóvember, 2018. Þingið verður haldið frá 9.00- 16:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur og er öllum opið, þátttakendum að kostnaðarlausu. 
Frá Hlemmi Mathöll.
07.11.2018
Vegna frétta af lágu leiguverði húseignarinnar sem hýsir nú Mathöllina á Hlemmi vill Reykjavíkurborg halda til haga eftirfarandi staðreyndum.
Spillivagninn fer í öll hverfi borgarinnar og veitir þjónustu við losun og flokkun smærri raftækja og spilliefna.
06.11.2018
Reykjavíkurborg vill auka flokkun og skil raftækja og spilliefna. Því hefur verið hrundið af stað tilraunaverkefni um Spillivagn, sem safnar raftækjum og spilliefnum í hverfum og gerir heimilunum auðveldara að flokka.
Frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
06.11.2018
Bókmenntaborgin og Tónlistaborgin Reykjavík í samstarfi við Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar skipuleggja dagskrá þar sem fjallað verður um söngtexta, hvað einkennir góða tónlistartexta og hvernig verða þeir til. 
Loftmynd af Reykjavíkurborg. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
06.11.2018
Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 og fimm ára áætlun 2019-2023 var lagt fram í borgarstjórn í dag.  Áætlunin gerir ráð fyrir að borgarsjóður skili 3,6 milljarða jákvæðri rekstrarniðurstöðu árið 2019, en jákvæð niðurstaða samstæðu borgarinnar er áætluð 12,8 milljarða króna.
Karen María Jónsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu
06.11.2018
Karen María Jónsdóttir hefur verið settur forstöðumaður Höfuðborgarstofu. Höfuðborgarstofa ber ábyrgð á verkefnum tengdum ferðamálum og fylgir eftir ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar.
Þátttakendur á tröppum Höfða að loknum fundi
05.11.2018
Fyrsti fundur fulltrúa atvinnulífsins og Reykjavíkurborgar var haldinn í Höfða fyrir helgi en markmiðið með fundunum er að ræða hvernig koma megi á reglubundnu og víðtæku samtali milli aðila.
Myndin er tekin á Skrekk í fyrra.
05.11.2018
Skrekkur, árleg hæfileikahátíð Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, fer fram á fjórum nóvemberkvöldum á stóra sviði Borgaleikhússins.