Dalskóli - leikskóladeild

Leikskóli

Úlfarsbraut 118–122
113 Reykjavík

Um leikskólann

 Opnunartími Dalskóla - leikskóladeildar er frá 07:45 til 16:15

Dalskóli hóf starfsemi haustið 2010 með leikskóla, grunnskóla og frístund saman undir einu þaki. Skólinn er í nýjasta hverfi Reykjavíkur sem enn er í uppbyggingu og voru nýjar skólabyggingar hannaðar skólaárið 2014-2016. Starfsmenn leikskólans eru 50 talsins og dvelja þar 165 börn samtímis. Leikskólinn skiptast í átta deildir og eru Töfradalur, Huldudalur, Dvergadalur, Álfabjörg, Tröllabjörg og Vættabjörg fyrir yngstu börnin en Fífudalur og Mosadalur deildir eldri barnanna.  

Skólastjóri leikskólahluta er Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir

 

Leikskóli Dalskóla

Viltu vita meira um Dalskóla? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Hugmyndafræði

Leiðarljós Dalskóla er "Hamingjan er ferðalag".

 

Leikskólinn vinnur með hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem skapandi starf er í hávegum haft. Auk þess er mikil áhersla á útinám barnanna. Gengið er út frá þeirri grunnhugmynd í starfi að í skólanum líði öllum vel, að börnin fái að dafna, nema og blómstra. Lögð er sérstök rækt við sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og sköpun. Dalskóli er án aðgreiningar og öll börn þangað velkomin óháð andlegu og líkamlegu atgervi, menningu og trú. 

Leikskólastarf

Starfsáætlun

Hvað er framundan í Dalskóla? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.

Skólanámskrá

Skólanámskrá Dalskóla er í vinnslu

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Dalskóla? Í skólanámskrá Dalskóla finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

 

Miðstöð Dalskóla

Dalskóli tilheyrir Austurmiðstöð. Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.   

 

Framkvæmdir

Leikskólastarfið í Dalskóla fer fram í tveimur húsum. Eldra húsið var tekið í notkun veturinn 2010-1011 og þar eru sex deildir, þar af þrjár ungbarnadeildir. Í nýrri skólabyggingu er leikskólaálma þar sem starfsemi hófst á árinu 2020 fyrir 90 börn á aldrinum 4-6 ára. 

Stækkun leikskólahlutans var liður í framkvæmdaáætluninni Brúum bilið sem miðar að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. 

 

 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliðir Dalskóla leikskóladeildar eru: Guðný Guðlaugsdóttir og Lárey Valbjörnsdóttir

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​