Vesturborg
Leikskóli
Hagamelur 55
107 Reykjavík

Um leikskólann
Vesturborg er þriggja deilda leikskóli þar sem 76 börn geta dvalið samtímis. Deildirnar heita eftir húsunum í Ólátagarði Astridar Lindgren; Norðurbær, Miðbær og Suðurbær. Leikskólinn stendur á stórri lóð með grasflötum, matjurtagarði, trjám og öðrum gróðri. Í nærumhverfi Vesturborgar er að finna ýmsa starfsemi og stofnanir sem nýtast við störf leikskólans. Má þar nefna Sundlaug Vesturbæjar, íþróttastarf KR, Neskirkju og svo er fjaran við Ægisíðu kjörinn vettvangur fyrir könnunarleiðangra leikskólabarna.
Leikskólastjóri er Íris Edda Arnardóttir
Leikskólinn Vesturborg
Viltu vita meira um Vesturborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið.
Hugmyndafræði
Gildi Vesturborgar eru vinátta og virðing
Vesturborg starfar eftir hugmyndafræði Johns Deweys sem taldi að daglegt líf og nám ættu að renna saman í eitt. Samkvæmt honum á barnið að læra af eigin reynslu eða eigin virkni og eigin áhuga. Dewey taldi að börn læri af reynslu en ekki kennslu. Þess vegna leggjum við okkur fram um að leyfa börnunum að njóta sín í leik. Rík áhersla er einnig lögð á læsi á menningu og samfélag og samstarf við nærumhverfið ásamt því að rækta tjáningar- og sköpunarmátt barnanna í þeim tilgangi að styrkja sjálfsmynd þeirra, öryggi og getu til þess að leysa mál sín á friðsamlegan hátt.

Leikskólastarf
Starfsáætlun
Hvað er framundan á Vesturborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira.
Skólanámskrá
Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Vesturborgar? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi.
Foreldrasamstarf
Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar.

Miðstöð Vesturborgar
Leikskólinn Vesturborg tilheyrir Vesturmiðstöð. Vesturmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.
Farsæld barna
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið skólans.
Tengiliður Vesturborgar er: Persida Guðný Þorgrímsd Kojic
Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is
Hvað viltu skoða næst?
- Allir leikskólar Hér getur þú skoðað lista yfir alla leikskóla í Reykjavík
- Að byrja í leikskóla Upphaf skólagöngu barns er stór stund í lífi þess
- Innritun í leikskóla Hægt er að sækja um leikskóla frá fæðingardegi barns
- Persónuvernd í skóla- og frístundastarfi Leikskólinn tryggir að eingöngu aðilar, sem til þess hafa heimild, hafi aðgang að upplýsingum leikskólans
- Stefnur Hér finnur þú samþykktar stefnur og stefnumarkandi áætlanir Reykjavíkurborgar
- Menntastefna Reykjavíkur - látum draumana rætast Kynntu þér Menntastefnu Reykjavíkur