Vesturmiðstöð
Laugavegur 77
101 Reykjavík

Um Vesturmiðstöð
Vesturmiðstöð er ein af fjórum miðstöðvum í Reykjavík.
Þú getur pantað tíma í ráðgjöf og/eða fengið allar almennar upplýsingar um þjónustuna með því að hringja í Vesturmiðstöð í síma 411 1600 eða senda tölvupóst.
Hlutverk miðstöðvarinnar er að veita þverfaglega og samræmda velferðarþjónustu til einstaklinga og fjölskyldna í Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum, sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, daggæsluráðgjöf, frístundaráðgjöf og aðra faglega þjónustu til stofnana og félagasamtaka í hverfunum. Vesturmiðstöð er þekkingarstöð í fjölmenningu og margbreytileika og hefur á að skipa starfsfólki sem er sérhæft í málefnum útlendinga og utangarðsfólks. Við miðstöðina starfa um 420 manns.
Á Vesturmiðstöð er lögð áhersla á samstarf við aðrar stofnanir og félagasamtök í hverfunum, til dæmis í forvarnarstarfi. Má þar til dæmis nefna grunn- og leikskóla, félagsmiðstöðvar, lögreglu, íþróttafélög, trúfélög o.fl.
Framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar er Sigþrúður Erla Arnardóttir.