Verkefnasögur

Teikning sem lýsir notendamiðaðri þjónustu.

Hvað er að gerast í stafrænni umbreytingu borgarinnar? Verkefnasögur Þjónustu- og nýsköpunarsviðs sýna brot af því besta sem við tökum okkur fyrir hendur.

Verkefnin eru unnin í góðu samstarfi við fjölda hagaðila, önnur svið Reykjavíkurborgar, íbúa og starfsfólk og eru jafn mismunandi og þau eru mörg.

Verkefnin eiga það sameiginlegt að tengjast þjónustu með einum eða öðrum hætti ásamt því að stuðla að nýsköpun og notendamiðaðri hugsun í starfsemi Reykjavíkurborgar.

Þjónustuborgin Reykjavík

Reykjavík er þjónustuborg. Okkar markmið er að veita framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum.

 

Við leggjum áherslu á að leysa úr málum íbúa og starfsfólks á skjótan og öruggan máta og að upplýsingar um þjónustu borgarinnar séu aðgengilegar.

Teikning af fólki að veita og þiggja þjónustu.

Verkefna- og vörustýring

Stafræn vegferð snýst fyrst og fremst um viðhorfsbreytingu. Stærsta áskorunin felst oft ekki í tækninni sjálfri heldur að átta sig á því hvað skapi mesta virðið og brúa bilið frá þörfum yfir í tilbúna tæknilausn.

 

Verkefna- og vörustýring tryggir að við nýtum bæði tíma og fjármagn betur, auk þess sem gæði verkefna eykst og afurðir þeirra verða sjálfbærari. Þannig mætum við breytilegum þörfum notenda. 

fdgd

Aðgengilegir og upplýsandi vefir

Vefdeildin sinnir margs konar þjónustu og ráðgjöf á sviði vefþróunar í virku samstarfi við önnur svið borgarinnar.

 

Á þriðja hundrað vefsvæða eru í eigu borgarinnar en stefnan er að fækka þeim og færa innihald þeirra undir nýjan vef Reykjavíkurborgar svo auðveldara sé að huga að gæðum og öryggi þeirra.

 

Þá eru aðgengismál alltaf í brennidepli með áherslu á vefgreiningar og vélþýðingar.

Teikning af upplýstum fartölvuskjá.

Látum gögnin tala

Við skiljum mikilvægi þess að byggja ákvarðanir á traustum grunni og setja gögn fram á skýran hátt svo hægt sé að nýta þau sem best.

 

Þannig veitum við betri yfirsýn yfir þá þjónustu sem borgin veitir – íbúum og starfsfólki borgarinnar til gagns og gamans.

Teikning af fartölvu og tölfræðiskjali í samræðum.

Betri borg fyrir börn

Betri borg fyrir börn miðar að því að bæta þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra í skóla- og frístundastarfi.  



Færa þjónustuna í auknum mæli í skólaumhverfi barna og ungmenna, veita viðeigandi stuðning sem fyrst og þétta samstarf skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustumiðstöð hverfisins.

 

 

Teikning af Fjólu fagna með öðrum krökkum

Tæknilegir innviðir – mannlegt viðmót

Þjónustu- og nýsköpunarsvið sér um rekstur og viðhald þeirra tölvu- og upplýsingakerfa sem allt starfsfólk borgarinnar notar á hverjum degi.

 

Skrifstofa upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkur (UTR), rekur stærsta og umfangsmesta upplýsingaumhverfi landsins og á fjölbreytni þess sér engar hliðstæður hérlendis.

 

Skrifstofan veitir fjölbreytta þjónustu við notendur þvert á svið Reykjavíkur og annast umfangsmikinn miðlægan rekstur, viðhald og þróun.

Öryggi, gagnsæi og hámarksgæði

Stafræna vegferðin er á blússandi siglingu og spennandi að setja í fimmta gír og keyra vinnuna áfram. Það má samt aldrei gleymast að líta vel og vandlega í öll horn áður en ráðist er í umfangsmikil verkefni.

 

Við leggjum ríka áherslu á áreiðanlega skjölun gagna, öfluga lögfræðiþjónustu, örugg opinber innkaup og gæðastýringu í þeim verkefnum sem við tökum að okkur.

 

Fjöldi verkefna snúa þess vegna einmitt því að móta þetta verklag og teikna upp ferla til að tryggja að við séum öll á sömu blaðsíðu.