Svið
Svið Reykjavíkurborgar bera heiti í samræmi við ráðin sem þau þjóna. Sviðsstjórar fara með stjórn sviðanna í umboði borgarstjóra en vinna jafnframt að ýmis konar undirbúningi stefnumörkunar með ráðunum.
Hvað viltu skoða næst?
- Fjármála- og áhættustýringarsvið Hefur yfirumsjón með fjármálastjórn.
- Mannauðs- og starfsumhverfissvið Hefur yfirumsjón með mannauðsmálum Reykjavíkurborgar.
- Menningar- og íþróttasvið Mannlíf, menning og íþróttir í Reykjavík
- Skóla- og frístundasvið Veitir börnum og fjölskyldum heildstæða þjónustu og stuðlar að samfellu í öllu starfi.
- Umhverfis- og skipulagssvið Vinnur m.a. að stefnumótum í umhverfis-, skipulags- og samgöngumálum.
- Velferðarsvið Veitir fjölbreytta þjónustu sem hefur það að meginmarkmiði að stuðla að auknum lífsgæðum.
- Þjónustu- og nýsköpunarsvið Annast innri og ytri þjónustu og stuðlar að nýsköpun í starfsemi borgarinnar.
Fjármála- og áhættustýringarsvið
Fjármála- og áhættustýringarsvið hefur yfirumsjón með fjármálastjórn Reykjavíkurborgar. Sviðið hefur snertifleti við alla þætti rekstrar A-hluta borgarsjóðs og veitir stjórnendum upplýsingar, stuðning og aðhald.
Mannauðs- og starfsumhverfissvið
Mannauðs- og starfsumhverfissvið hefur yfirumsjón með mannauðsmálum Reykjavíkurborgar og styður við stefnu og megináherslur borgaryfirvalda.
Menningar- og íþróttasvið
Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar leggur rækt við mannlífið í borginni á fjölbreyttan hátt með rekstri menningarstofnanna og íþróttamannvirkja, ásamt því að styðja við grasrótina í listalífinu, íþróttum og barnamenningu.
Skóla- og frístundasvið
Skóla- og frístundasvið veitir börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og stuðlar að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð barna og fjölskyldna þeirra að leiðarljósi.
Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis og skipulagssvið stendur á gömlum grunni en það tók formlega til starfa í janúar 2013 þegar umhverfis-og samgöngusvið, skipulags- og byggingarsvið og framkvæmdahluti framkvæmda- og eignasviðs voru sameinuð.
Velferðarsvið
Velferðarsvið veitir fjölbreytta þjónustu sem hefur það að meginmarkmiði að stuðla að auknum lífsgæðum íbúa Reykjavíkurborgar.
Undir sviðið heyra um 120 starfsstaðir, þar af 64 sem veita sólarhringsþjónustu.
Þjónustu- og nýsköpunarsvið
Þjónustu- og nýsköpunarsvið er eitt af þremur kjarnasviðum Reykjavíkurborgar. Meginhlutverk sviðsins er að annast innri og ytri þjónustu Reykjavíkurborgar og stuðla að nýsköpun í starfsemi hennar.