Seljaborg

Leikskóli

Tungusel 2
109 Reykjavík

Um leikskólann

Opnunartími Seljaborgar er frá 7:30 til 16:30

Í Seljaborg dvelja 48 börn samtímis á þremur deildum. Á Lundi eru yngstu börnin, á Læk og Tjörn eru eldri börnin. Leikskólinn er staðsettur við Tungusel í Seljahverfi, við hliðina á Ölduselsskóla. Umhverfið er fallegt og ákaflega fjölbreytt með rennandi vatni, trjám og ýmsum gróðri sem bíður upp á ótal útivistarmöguleika.

Leikskólastjóri er Sigríður Kristín Jónsdóttir

Leikskólinn Seljaborg

Viltu vita meira um  Seljaborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Hugmyndafræði

Gildi Seljaborgar eru leikur, samskipti og námsgleði

 

Þeir kennimenn sem helst er litið til í Seljaborg eru John Dewey, Howard Gardner, William Damon og Daniel Goleman. Lögð er áhersla á að styrkja félagsfærni barna því að hún er grunnur að því að móta einstaklinga sem virka þátttakendur í því samfélagi sem við búum í. Við teljum að efla þurfi vináttu. Börn eru félagsverur og hafa þörf fyrir samskipti og leiðir til þess að tjá sig á sem fjölbreyttastan hátt. Þegar börn standa sterkum fótum í samskiptum og leik styrkjast þau í félagsfærni og sjálfsmynd þeirra eflist.

Leikskólastarfið í Seljaborg

Skólanámskrá

Skólanámskrá Seljaborgar er í vinnslu

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Seljaborgar? Í skólanámskrá og foreldrahandbók Seljaborgar finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Hvað er framundan á Seljaborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Leikskóladagatal

Hvenær eru starfsdagar í Seljaborg? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Miðstöð Seljaborgar

Leikskólinn Seljaborg tilheyrir Suðurmiðstöð. Suðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Breiðholti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta. 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna  hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið skólans.

Tengiliður Seljaborgar er: Sigurbjörg Magnúsdóttir

Nánari upplýsingar um lögin og þjónustuna eru á heimasíðunni farsaeldbarna.is​

Myndir frá Seljaborg