Ösp

Leikskóli

Iðufell 16
111 Reykjavík

Leikskólinn Ösp.

Um leikskólann

Opnunartími Aspar er frá 7:30 til 16:30

Leikskólinn Ösp tók til starfa árið 1980 og er staðsettur í hjarta Fellahverfis. Í leikskólanum eru þrjár deildir, Skýjaland, Regnbogaland og Stjörnuland. Stutt er í Borgarbókasafnið Gerðubergi og náttúruparadís Elliðaárdalsins. Lögð er áhersla á auðugt málumhverfi, málörvun, umhverfismennt og fjölmenningu. Leikskólinn Ösp er þátttakandi í verkefninu „Málþroski og læsi í Fellahverfi“, við stuðlum að sterkari sjálfsmynd barna, sem geta látið drauma sína rætast.

Leikskólastjóri er Halldóra Sigtryggsdóttir

 

 

Viltu vita meira?

Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. 

Hugmyndafræði

Gildi Aspar eru gleði, vinátta og virðing

 

Leikskólinn Ösp er fjölmenningarlegur leikskóli sem leggur áherslu á að efla málþroska barna, félagslegan jöfnuð og vellíðan allra þeirra sem koma að leikskólastarfinu. Hugmyndafræði Aspar byggist á félagslegri hugsmíðahyggju, sem á rætur að rekja til heimspeki, sálarfræði, félagsfræði og kennslufræði. Hún er kennd við ýmsa fræðimenn svo sem John Dewey og Lev Vygotsky. Vellíðan, jafnrétti, leikur, lýðræði, sköpun og málrækt eru leiðarljós okkar á Ösp, ásamt því að einkenna allt okkar starf.

Teikning af konu að kasta hlutum eins og sirkúslistamaður.

Leikskólastarf

Starfsáætlun

Hvað er framundan á Ösp? Í starfsáætlun Aspar finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Skólanámskrá

Skólanámskrá er í vinnslu

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf í Ösp? Í skólanámskrá Aspar finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Leikskóladagatal

Hér má finna leikskóladagatal Aspar. Í leikskóladagatali eru upplýsingar um starfsdaga og fleira sem gott er að vita fyrir foreldra.   

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi.

 

Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Miðstöð Aspar

Leikskólinn Ösp tilheyrir Suðurmiðstöð. Suðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Breiðholti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta. 

Farsæld barna

Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum. 

Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana. 

Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengilið farsældar.

Tengiliðir Aspar eru: Helga Hrund Bjarnadottir og Anna Sigrún Guðmundsdóttir