Laufskálar

Leikskóli

Laufrimi 9
112 Reykjavík

Um leikskólann

Opnunartími Laufskála er frá 7:30 til 17:00

Leikskólinn Laufskálar tók til starfa árið1996 og er teiknaður af Albínu Thordarson arkitekt. Deildirnar eru fjórar og heita Furulundur, Lerkilundur, Birkilundur og Grenilundur. Börnum er skipað í deildar eftir aldri, eldri börnin eru í Lerkilundi og Furulundi, en þau yngri í Grenilundi og Birkilundi. Í vetur verður fimmta deildin starfrækt og hefur hún hlotið nafnið Lundur. 

Leikskólastjóri er Hildur Lilja Jónsdóttir

 

Leikskólinn Laufskálar

Viltu vita meira um  Laufskála? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

Hugmyndafræði

Eikunnarorð Laufskála eru opinn hugur, nærgætni, virðing, jákvæðni, gleði og virk hlustun

 

Hugmyndafræðin sem unnið er eftir á leikskólanum er m.a. mótuð út frá meistaraverkefninu Leiklist í leikskóla og sjálfsmynd barna eftir Önnu Báru Sævarsdóttur, þar sem aðalmarkmiðið er að börnin geti tjáð skoðanir sínar og hjartans mál fyrir framan aðra, bæði í samtölum og í hóp ásamt því að sýna öðrum virðingu. Einnig er litið til kenninga fræðimannanna Dewey, Vygotsky, Bruner og Gardner. 

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Laufskála? Í skólanámskrá finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Starfsáætlun fyrir námsárið 2022-2023 er í vinnslu

Hvað er framundan í Laufskálum? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

Miðstöð Laufskála

Leikskólinn Laufskálar tilheyrir Austurmiðstöð. Austurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Kjalarnesi og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.   

 

Myndir frá Laufskálum