Kvistaborg

Leikskóli

Kvistaland 26
108 Reykjavík

Leikskólinn Kvistaborg séð frá leikskólalóð

Um leikskólann

Opnunartími Kvistaborgar er frá 07:30 til 16:30

Leikskólinn Kvistaborg tók til starfa í september 1972.  Hann er staðsettur í hjarta Fossvogsdals þar sem stutt er í græn svæði og góðar gönguleiðir. Í leikskólanum dvelja 53 börn, 1-6 ára, samtímis á fjórum deildum sem heita Reynilundur, Asparlundur, Birkilundur og Víðilundur. Kvistaborg er heilsuleikskóli sem leggur mikla rækt við útinám, tónlist og hreyfingu.  Framundan er framkvæmdartímabil og gert er ráð fyrir að skólinn stækki og börnum fjölgi. 

Leikskólastjóri er Guðrún Gunnarsdóttir

 

Leikskólinn Kvistaborg

Viltu vita meira um  Kvistaborg? Í þessu örstutta myndbandi er stiklað á stóru um starfsemi leikskólans. Unnið af Erlu Stefánsdóttur og Antoníu Lárusdóttur fyrir skóla- og frístundasvið. 

 

Hugmyndafræði

Gildi Kvistaborgar eru hugrekki, hlýja, hlutun og hvatning

 

Leikskólinn er í hjarta Fossvogsdalsins þar sem ævintýrin liggja í leyni hvert sem litið er. Þessi staðsetning hefur mikil áhrif á hugmyndafræði leikskólans en útinám, sköpun, vettvangsferðir, rannsóknir, tilraunir og upplifanir er kjarninn í starfinu. Í Kvistaborg er einnig notast við hugmyndafræði John Dewey en hann lagði áherslu á að börn lærðu af eigin reynslu, virkni og áhuga eða með öðrum orðum, þau læri með því að framkvæma sjálf og fá að gera tilraunir. Þannig leit Dewey á börn sem hugsandi, skapandi og virka einstaklinga í eigin lífi.

Leikskólastarf

Skólanámskrá

Viltu vita meira um hugmyndafræði og daglegt starf Kvistaborgar? Í skólanámskrá Kvistaborgar finnur þú ítarlegar upplýsingar um hugmyndafræðilegar áherslur og stefnu skólans í leik, námi og starfi. 

Starfsáætlun

Starfsáætlun fyrir námsárið 2022-2023 er í vinnslu

Hvað er framundan á Kvistaborg? Í starfsáætlun finnur þú meðal annars innra og ytra mat leikskólans fyrir síðasta ár, umbótaáætlun, leikskóladagatal og ótalmargt fleira. 

Leikskóladagatal

Hvenær eru starfsdagar í Kvistaborg? Í skóladagatali finnur þú upplýsingar um frídaga í leikskólanum og ýmislegt fleira.

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Í leikskólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að leikskólastarfi. Foreldrafélag og foreldraráð eru starfrækt í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar. 

 

Miðstöð Kvistaborgar

Leikskólinn Kvistaborg tilheyrir Norðurmiðstöð. Norðurmiðstöð sinnir fjölbreyttri þjónustu við íbúa í Laugardal og Háaleiti og er alhliða upplýsingamiðlun um þjónustu borgarinnar. Þar er veitt velferðarþjónusta, skólaþjónusta við leik- og grunnskóla, daggæslu- og frístundaráðgjöf og ýmis önnur þjónusta.   

 

Framkvæmdir

Framkvæmdir hafa verið við Kvistaborg undanfarin misseri, m.a. vegna raka­skemmda og lagfæringa á hús­næði leik­skólans. Þannig fluttist starfsemi skólans að hluta til í Safamýri 5 haustið 2021 og til baka í Kvistaland í janúar 2022. Á árinu 2019 var sett upp færanlegt hús við leikskólann sem var liður í framkvæmdaáætluninni Brúum bilið. Með breytingum og stækkun á leikskólanum er áætlað að hann geti rúmað um 100-110 börn í heildina. Nú stendur yfir bygging viðbyggingar og er áætlað að framkvæmdum ljúki á árinu 2024. 

 Athugið að áætlaðar dagsetningar um verklok geta breyst, þar sem þættir á borð við aðgengi að aðföngum, afleiðingar heimsfaraldurs og ófriðar á alþjóðavettvangi geta haft áhrif á framgang framkvæmda. Ennfremur getur ráðningarstaða haft áhrif á tímasetningar varðandi inntöku barna.

Myndir frá Kvistaborg