Norðurmiðstöð

Efstaleiti 1
103 Reykjavík

Húsnæði Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis í Sjónvarpshúsinu við Efstaleiti

Um Norðurmiðstöð

Þú getur pantað tíma í ráðgjöf og/eða fengið allar almennar upplýsingar um þjónustuna með því að hringja í Norðurmiðstöð eða senda tölvupóst. 

Miðstöðvarnar eru í fjórum hverfum borgarinnar og sinna þjónustu við einstaklinga og fjölskyldur, sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla, frístundaráðgjöf auk almennrar upplýsingagjafar um starfsemi Reykjavíkurborgar. Þær bera ábyrgð á framkvæmd forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar og þar fer fram faglegt samstarf með áherslu á samþætta þjónustu.

Skrifstofa Norðurmiðstöðvar er í Efstaleiti 1 (útvarpshúsinu), en að auki rekur miðstöðin fjölmargar starfsstöðvar í hverfum Laugardals og Háaleitis. Einkum er þar um að ræða sambýli og íbúðakjarna fyrir fatlað fólk, þjónustuíbúðir fyrir eldra fólk, og félagsmiðstöðvar. Í heild eru starfsstöðvar Norðurmiðstöðvar nálægt 40 og starfsmenn rúmlega 600.

Vegna íbúasamsetningar hefur Norðurmiðstöð fengið það hlutverk að þróa tvö þekkingarstöðvarverkefni sérstaklega. Undir kjörorðinu: „Samfélag fyrir alla“ er þar um að ræða þekkingarstöð um þjónustu við eldra fólk og þekkingarstöð um þjónustu við fatlað fólk.

Lögð er áhersla á nærþjónustu við íbúa með þverfaglegri teymisvinnu og heildrænni nálgun þannig að ólík þekking, nálgun og reynsla nýtist íbúum sem allra best í þeirri þjónustu sem veitt er.

Framkvæmdastjóri Norðurmiðstöðvar er Kristinn J. Reimarsson og deildarstjórar eru:

  • Ásta Kristín Benediktsdóttir, deild virkni og ráðgjafar.
  • Alda Róbertsdóttir, deild barna og fjölskyldna.
  • Ragna Lilja Garðarsdóttir, deild fullorðinna (heimaþjónusta og heimahjúkrun)
  • Ragna Ragnardóttir, deild fullorðinna fatlaðra
  • Sigrún Ingvarsdóttir, öldrunarþjónusta
  • Unnur Halldórsdóttir, deild fjármála og reksturs.

Hverfi Laugardals, Háaleitis og Bústaða eru heilsueflandi hverfi. Ómetanlegan félagsauð er að finna í hverfunum og þessi félagsauður getur dregið úr andlegri vanlíðan og félagslegri einangrun.