Norðurmiðstöð
Mánudaga–föstudaga
kl. 9:00–15:00
Efstaleiti 1
103 Reykjavík
Um Norðurmiðstöð
Norðurmiðstöð er ein fjögurra miðstöðva í Reykjavík, þar sem íbúar Reykjavíkurborgar geta nálgast fjölbreytta þjónustu, upplýsingar og ráðgjöf. Þar er meðal annars veittur stuðningur við börn, ungmenni, fjölskyldur, aldraða og fatlaða. Lögð er mikil áhersla á faglegt starf og farsælt samstarf við íbúa, félagasamtök og stofnanir þeirra hverfa sem tilheyra hverri miðstöð.
Á miðstöðvunum sameinast velferðarþjónusta og skóla- og frístundaþjónusta í nærumhverfi barna og ungmenna. Þaðan er verkefninu Betri borg fyrir börn framfylgt en það miðar að því að bæta þjónustu við börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Á miðstöðinni eru allir lykilaðilar í þjónustu við börn og fjölskyldur á sama stað sem er grundvöllur þess að hægt sé að bregðast við áskorunum sem upp koma í lífi barna og ungmenna.
Í miðstöðinni er veitt fjölbreytt velferðarþjónusta. Þar eru deildir fatlaðs fólks, virkni og ráðgjafar, barna og fjölskyldna, öldrunarmála og deild fullorðinna sem sinnir heimastuðningi og heimahjúkrun.
Í miðstöðinni er skóla- og frístundaþjónusta sem og yfirstjórn leik- og grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva í hverfinu, auk almennrar ráðgjafar við stjórnendur og starfsfólk starfsstaða.
Þú getur fengið nánari upplýsingar um þjónustuna og pantað tíma í ráðgjöf með því að hringja í síma 411 1500 eða senda okkur tölvupóst.
Ábyrgðarskipting á miðstöð:
Framkvæmdastjóri fer með stjórnunarlega og rekstrarlega ábyrgð á velferðarmálum á miðstöð.
Framkvæmdastjóri Norðurmiðstöðvar er Kristinn J. Reimarsson.
Fagstjórar og framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvar bera ábyrgð á skóla- og frístundaþjónustu í miðstöðinni. Þeir heyra undir skrifstofustjóra á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs í Borgartúni.
Þjónusta sem veitt er á miðstöðinni og tengiliðir:
Börn og fjölskyldur
Deildarstjóri um málefni barna og fjölskyldna tekur þátt í mótun þjónustu í samræmi við velferðarstefnu og farsældarlög. Hann vinnur að innleiðingu verkefnisins Betri borg fyrir börn.
Starfinu gegnir: Alda Róbertsdóttir
Fatlað fólk
Deildarstjóri um málefni fatlaðs fólks tekur þátt í mótun þjónustu í samræmi við velferðarstefnu. Deildarstjóri ber ábyrgð á sértækri ráðgjöf, stoð- og stuðningsþjónustu og búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk.
Starfinu gegnir: Ragna Ragnardóttir
Virkni og ráðgjöf
Deildarstjóri virkni og ráðgjafar tekur þátt í mótun þjónustu í samræmi við velferðarstefnu. Hann veitir faglega forystu og leiðir umbætur í þjónustu sem tengist virkni og ráðgjöf.
Starfinu gegnir: Halla Stefánsdóttir
Fullorðið fólk
Deildarstjóri fullorðinna (heimastuðnings og heimahjúkrunar) tekur þátt í mótun þjónustu í samræmi við velferðarstefnu. Veitir faglega forystu og leiðir umbætur í þjónustu sem tengist heimastuðningi og heimahjúkrun.
Starfinu gegnir: Ragna Lilja Garðarsdóttir
Frístundastarf
Framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri er yfirmaður frístundastarfs í borgarhlutanum og stýrir stefnumótun í samstarfi við fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs.
Starfinu gegnir: Árni Jónsson
Deildarstjóri barnastarfs er yfirmaður forstöðumanna frístundaheimila í borgarhlutanum.
Starfinu gegnir: Elín Þóra Böðvarsdóttir
Deildarstjóri unglingastarfs er yfirmaður forstöðumanna félagsmiðstöðva í borgarhlutanum.
Starfinu gegnir: Þórhildur Rafns Jónsdóttir
Grunnskólar
Fagstjóri grunnskóla í miðstöðinni er yfirmaður skólastjóra í borgarhlutanum og stýrir sérfræðingum sem veita stuðning inn í grunnskóla hverfisins, svo sem talmeinafræðingum, kennsluráðgjöfum, sérkennsluráðgjöfum, ráðgjafaþroskaþjálfum, hegðunarráðgjöfum og fleiri.
Starfinu gegnir: Stefanía Helga Ásmundsdóttir
Leikskólar
Fagstjóri leikskóla í borgarhlutanum er yfirmaður leikskólastjóra í borgarhlutanum og stýrir sérfræðingum sem veita stuðning inn í leikskóla hverfisins, svo sem talmeinafræðingum, kennsluráðgjöfum, sérkennsluráðgjöfum, ráðgjafaþroskaþjálfum, hegðunarráðgjöfum og fleiri. Fagstjórinn er jafnframt daggæslu í heimahúsum í Reykjavík.
Starfinu gegnir: Valborg Hlín Guðlaugsdóttir
Fjármál og mannauður
Í miðstöðinni starfa sérfræðingar í fjármálum og mannauði sem styðja starfseiningar sviðanna í hverfinu.
Fjármálaráðgjafi skólaþjónustu: Guðmundur Jóhannsson
Fjármálastjóri frístundaþjónustu: Róbert Rafn Birgisson
Fjármálastjóri velferðarþjónustu: Unnur Halldórsdóttir
Mannauðsráðgjafar sinna mannauðsmálum og ráðgjöf, svo sem ráðningum, kjaramálum, réttindum og samskiptum.
Mannauðsráðgjafi skóla- og frístundasviðs: Ingibjörg Gísladóttir
Mannauðsráðgjafi velferðarsviðs: Gauja Hálfdánardóttir
Forvarnir
Á miðstöðinni starfar íþrótta- og frístundatengill.
Starfinu gegnir: Kristófer Nökkvi Sigurðsson