Persónuvernd og stafrænt skólastarf

Teikning af skólahúsnæði í laginu eins og bók

Til að tryggja öryggi barna og unglinga þarf að vanda val á stafrænni tækni sem nýta á í skólastarfi. Reykjavíkurborg hefur sett sér persónuverndarstefnu byggða á persónuverndarlögum. 

Áður en stafræn tækni er tekin í notkun í skóla- og frístundastarfi fer fram viðamikið greiningarferli sem felur í sér meðal annars áhættugreiningu, vinnslusamninga, mat á áhrifum á persónuvernd. Skólastjóri ber ábyrgð á notkun stafrænnar tækni í skólastarfi ásamt því að sinna upplýsingaskyldu gagnvart foreldrum. 

Hversu lengi eru persónuupplýsingarnar geymdar?

Rétt er að benda á að hluti gagnanna kann að teljast skilaskyldur til Borgarskjalasafns Reykjavík þar sem borgin telst vera afhendingarskyldur aðili á grundvelli laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn.

 

Að öðru leyti verða upplýsingarnar vistaðar í Google skólaumhverfinu á meðan á námi nemanda stendur en verður eytt þremur mánuðum eftir að nemandi hefur klárað nám sitt hjá skólanum og skilað tölvunni til skólans.

Myndatökur og myndbirtingar

Nemandi skal fara að reglum skóla, Reykjavíkurborgar sem og landslögum hvað varðar myndatökur og myndbirtingar. Um myndatökur og myndbirtingar í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar gilda leiðbeiningar. 

 

Mikilvægt er að nemendur sjálfir séu ekki meginviðfangsefni myndefnisins heldur er myndvinnsla einungis heimil sem hluti af verkefnavinnu.

Námstæki og persónuvernd