Foreldrar

Teikning af foreldrum og tveimur börnum

Stafræna gróskan er verkefni sem tengist Græna planinu og menntastefnu Reykjavíkurborgar, sett af stað til að hraða innleiðingu á upplýsingatækni í grunnskólum borgarinnar. Í fyrsta hluta verkefnisins voru það nemendur í unglingadeildum sem fengu námstæki að láni, svo á miðstigi.

Menntastefna Reykjavíkur leggur áherslu á að taka framtíðinni opnum örmum, nýta stafræna tækni til að auðga menntun og veita börnum fjölbreytt tækifæri til sköpunar og tjáningar.

 

1:1 tæki til nemenda

1:1 þýðir að hver nemandi fær námstæki til afnota.

Námstækið eykur möguleika í námi og undirbýr nemendur fyrir viðfangsefni framtíðarinnar. Einnig tryggir það margskonar stuðning við nám, stuðlar að virkri þekkingarleit, styður við fjölbreyttari verkefnavinnu og skapandi skil. 

Tækjunum fylgir vissulega ábyrgð hvað varðar meðferð á búnaði, notkun á hugbúnaði og í samskiptum. Skóla- og frístundasvið (SFS) hefur útbúið notkunarskilmála fyrir búnaðinn og samþykki hans er forsenda þess að nemendur megi fara með búnaðinn heim. Skilmálinn hefur verið þýddur á ensku og pólsku. Hann er að finna til samþykktar á Mínar síður. Hafið rafræn skilríki við höndina.

Samþykktar kennslulausnir

Reykjavíkurborg er ábyrgðaraðili persónuupplýsinganna sem verða til í kennslulausnum í notkun í skólum í skilning laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

- Sjá meira um lög um persónuvernd

Á ábyrgðaraðila og vinnsluaðila (framleiðandi kennslulausnar) hvíla skyldur og ábyrgð samkvæmt persónuverndarlögum.

Meðal þess er að upplýsa og fræða foreldra/forsjáraðila um hvernig unnið er með persónuupplýsingar nemenda í þeim kennslulausnum sem notaðar eru í skólastarfi.

- Sjá meira um samþykktar kennslulausnir

Google skólaumhverfið

Allir nemendur fá aðgang að Google skólaumhverfinu (e. Workspace) en mikilvægt er að hafa í huga að aðgangur nemenda er ekki sambærilegur persónulegum Google aðgangi. 

Kerfið er lokað og sérstaklega hannað fyrir skóla og lénið er @gskolar.is. Áhættumat hefur farið fram og öll gögn eru vistuð í Evrópu. Google les ekki ferðir nemenda og þeir fá ekki auglýsingar.

Í Google skólaumhverfinu búa kennarar til skólastofur (e. Classroom), setja inn gögn tengd náminu og nemendur skila inn verkefnum. 

Netöryggi og persónuvernd

Áður en stafræn tækni er tekinn í notkun í skóla- og frístundastarfi þarf að fara fram áhættumat. Svara þarf spurningum eins og: Hvaða gögn er unnið með? Hvar eru gögnin vistuð? Er hægt að eyða þeim? Eru auglýsingar tengdar notkun? 

Stjórnendur starfsstaða bera ábyrgð á að upplýsa foreldra um hvaða og hvernig tækni er nýtt í skólastarfinu.

 

Stafræn borgaravitund

Stafræn borgaravitund (e. digital citizenship) að vera stafrænn borgari, er að hafa þekkingu, færni og viðhorf sem þarf til að sýna ábyrga og virðingarverða hegðun þegar tækni er notuð. Við innleiðingu námstækja í skólum borgarinnar eru allir hvattir til að skerpa á góðum netvenjum.

gskolar_fjolskyldan

Gott að vita

Hvað er Chromebók?

Chromebækur eru fartölvur með Chromium OS stýrikerfinu sem hægt er að skrá sig inn á með Google notandaaðgangi. Eingöngu er hægt að skrá sig inn með @gskolar.is notandaaðgangi á Chromebækur Reykjavíkurborgar.

Chromebók er tölva sem eingöngu er unnið á í skýjaþjónustu Google (Google Workspace) sem þýðir að nemendur geta unnið á tölvuna hvort sem er í skólanum eða heima. Flestir nemendur í unglingadeildum fá Lenovo Chromebook e300. 

Hvað er iPad?

iPad er spjaldtölva með iOS stýrikerfinu frá Apple og er spjaldinu stýrt með Lightspeed stjórnunarkerfi fyrir spjaldtölvur.

Nemendur fá afhentar 9. kynslóð tækjanna í sterku hulstri sem hentar vel fyrir grunnskólanemendur ásamt hleðslukubbi og snúru. 

Spjöldin eru með góðri myndavél með möguleikum til myndvinnslu.

Mikið er til af smáforritum sem henta vel í kennslu meðal annars Google smáforritin.

Gögn og aðgangur

Það er mikilvægt að hafa í huga að Google Workspace aðgangur nemenda í skólastarfi er ekki sambærilegur persónulegum Google aðgangi. Nemendur fá úthlutað notandanafni sem veitir þeim aðgang að Google skólaumhverfinu. Það netfang er með endinguna @gskolar.is og þau geta skráð sig inn í hvaða tæki sem er til dæmis í tölvunni heima.

  • Aðgangur nemandans og tilheyrandi gögn eru vernduð svo að aðrir notendur geti ekki séð þau. Þess vegna verður nemandi að taka ákvörðun um að deila skjölum ef aðrir notendur eiga að sjá þau.
  • Google Workspace á ekki gögn nemandans. Nemandi á alltaf rétt á skjölum og gögnum sem hann geymir í Google Workspace umhverfi skólans. Ef nemandi hættir í skólanum verður aðganginum og tilheyrandi gögnum sjálfkrafa eytt að teknu tilliti til þess að hluti gagnanna kann að vera skilaskyldur til Borgarskjalasafns skv. lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014.
  • Google Workspace er án allra auglýsinga. Það liggur því fyrir að gögn nemandans eru ekki notuð í öðrum tilgangi en skólastarfi - hvorki til markaðssetningar né endursölu til þriðja aðila.

Hvernig get ég stutt við barn mitt?

  • Vera forvitin um hvað það er að gera í stafræna skólaumhverfinu.
  • Skoða stafrænu skólastofurnar og efnið sem þar er inni, námsgögn og verkefnavinnu. Vinnan þeirra þar er ekki eins sýnileg þegar hún er á netinu.
  • Minna barnið á að hlaða Chromebókina á hverjum degi. Gott getur verið að hafa sameiginlega hleðslustöð á heimilinu þar sem tæki eru hlaðin.
  • Aðstoða það við að temja sér þá reglu að setja tölvuna alltaf í skólatöskuna.
  • Skerpa á góðum netvenjum. 
  • Sjá meira um Góðar netvenjur
  • Foreldrar/forsjáraðilar geta beðið kennara að setja sig á póstlista til að fá sendar vikulega upplýsingar um verkefnastöðu frá Google Classroom.

Hvað ef tölvan týnist eða skemmist?

Hafið strax samband við skólann. Enginn ætlar að týna eða skemma, en slysin geta gerst. Foreldrar/forsjáraðilar þurfa ekki að bæta skaðann nema um vísvitandi vanrækslu sé að ræða.